Það eru lög í landinu Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 14. júní 2024 14:01 Hér á landi hefur ÁTVR einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Markmið laga um verslun með áfengi eru m.a. að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Þannig er einkasölufyrirkomulag áfengis liður í forvarnastefnu og lögin eru skýr sama hversu oft sem því er haldið fram að þau séu óskýr. Ef breyta á sölufyrirkomulaginu hér á landi þarf það að gerast eftir lýðræðislega umræðu og lagasetningu, slík ákvörðun er ekki í höndum verslana án samhengis við forvarnarstefnu. Hvers vegna stýrt aðgengi? Alþjóðlegar leiðbeiningar um forvarnir mæla með stýrðu aðgengi að áfengi. Vinna að forvörnum er margþætt verkefni sem snertir öll svið samfélagsins. Forvarnarvinna er ekki eins og hlaðborð þar sem hægt er velja eina aðgerð eða eina leið til að ná árangri. Vinna að forvörnum er miklu frekar eins og vefur eða net þar sem hver þráður þarf að halda. Ef einn þráður slitnar hefur það áhrif á öll önnur verkefni í vefnum. Þrátt fyrir einkasöluna hefur aðgengi að áfengi á Íslandi aukist gríðarlega mikið síðustu áratugi. Sérfræðingar í lýðheilsu hafa síðustu vikur bent á birtingarmyndir áhrifa aukins aðgengis að áfengi á lýðheilsu fullorðinna s.s. að hópurinn sem drekkur áfengi flesta daga stækkar og drykkja á mann, mæld í hreinum vínanda, eykst með ýmsum fylgikvillum. Áfengi er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og hefur t.d. orðið sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Þá eru komnar fram vísbendingar um vaxandi drykkju ungmenna, sem verður að teljast verulegt áhyggjuefni. Ætlum við að glopra niður góðum árangri? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á með afgerandi hætti að aukið aðgengi að áfengi hefur slæm áhrif á heilsufar einstaklinga auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar. Fyrr í mánuðinum skrifaði okkar helsti sérfræðingur í lyf- og fíknilækningum, Valgerður Rúnarsdóttir, grein á Vísi þar sem hún spyr: „Í alvöru, krakkar! Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag?“ Ég tek heilshugar undir hennar spurningar. Það er horft til markverðs árangurs Íslendinga við að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna með áratuga vinnu. Stýrt aðgengi, há skattlagning ásamt fræðslu og samvinnu skólasamfélaga í gegnum íslenska forvarnarmódelið hafa skilað þessum árangri. Hættan er að missa þetta allt niður – málið er einfalt, það þarf að fara að áfengislögum og stöðva „gervinetsölu“ annars slítum við forvarnarvefinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi hefur ÁTVR einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Markmið laga um verslun með áfengi eru m.a. að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Þannig er einkasölufyrirkomulag áfengis liður í forvarnastefnu og lögin eru skýr sama hversu oft sem því er haldið fram að þau séu óskýr. Ef breyta á sölufyrirkomulaginu hér á landi þarf það að gerast eftir lýðræðislega umræðu og lagasetningu, slík ákvörðun er ekki í höndum verslana án samhengis við forvarnarstefnu. Hvers vegna stýrt aðgengi? Alþjóðlegar leiðbeiningar um forvarnir mæla með stýrðu aðgengi að áfengi. Vinna að forvörnum er margþætt verkefni sem snertir öll svið samfélagsins. Forvarnarvinna er ekki eins og hlaðborð þar sem hægt er velja eina aðgerð eða eina leið til að ná árangri. Vinna að forvörnum er miklu frekar eins og vefur eða net þar sem hver þráður þarf að halda. Ef einn þráður slitnar hefur það áhrif á öll önnur verkefni í vefnum. Þrátt fyrir einkasöluna hefur aðgengi að áfengi á Íslandi aukist gríðarlega mikið síðustu áratugi. Sérfræðingar í lýðheilsu hafa síðustu vikur bent á birtingarmyndir áhrifa aukins aðgengis að áfengi á lýðheilsu fullorðinna s.s. að hópurinn sem drekkur áfengi flesta daga stækkar og drykkja á mann, mæld í hreinum vínanda, eykst með ýmsum fylgikvillum. Áfengi er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og hefur t.d. orðið sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Þá eru komnar fram vísbendingar um vaxandi drykkju ungmenna, sem verður að teljast verulegt áhyggjuefni. Ætlum við að glopra niður góðum árangri? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á með afgerandi hætti að aukið aðgengi að áfengi hefur slæm áhrif á heilsufar einstaklinga auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar. Fyrr í mánuðinum skrifaði okkar helsti sérfræðingur í lyf- og fíknilækningum, Valgerður Rúnarsdóttir, grein á Vísi þar sem hún spyr: „Í alvöru, krakkar! Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag?“ Ég tek heilshugar undir hennar spurningar. Það er horft til markverðs árangurs Íslendinga við að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna með áratuga vinnu. Stýrt aðgengi, há skattlagning ásamt fræðslu og samvinnu skólasamfélaga í gegnum íslenska forvarnarmódelið hafa skilað þessum árangri. Hættan er að missa þetta allt niður – málið er einfalt, það þarf að fara að áfengislögum og stöðva „gervinetsölu“ annars slítum við forvarnarvefinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun