Byggðakvótakerfið úr sér gengið Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 13:34 Um það bil 50 þúsund þorskígildistonnum er úthlutað með byggðakvóta. Vísir/Vilhelm Gera þarf veigamiklar breytingar á úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta eigi hann að vera starfræktur áfram. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti. Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti.
Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira