Brenna landnámsbæ til kaldra kola í tilraunaskyni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 14:17 Samkvæmt Landnámu og Eiríks sögu rauða bjuggu Eiríkur rauði Þorvaldsson og kona hans Þjóðhildur Jörundardóttir á Eiríksstöðum í Haukadal. Vísir/Vilhelm Haldin verður eldhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal frá þeim fimmta júlí til sjöunda og er þétt dagskrá af alls konar eld- og víkingatengdum uppákomum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir umsjónaraðili á Eiríksstöðum segir hátíðina tileinkaða eldi og tilraunafornleifafræði. Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér. Söfn Dalabyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér.
Söfn Dalabyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira