Vetur að vori - stuðningur eftir óveður Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2024 16:31 Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Til að bregðast við afleiðingum kuldatíðarinnar hef ég sett á laggirnar vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjónsins til lengri tíma og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við bændur vegna þess. Hópurinn fundar þétt og heldur vel utan um stöðu mála. Nú þegar er ljóst að búfénaður hefur drepist, lömb gengið undan, borið hefur á veikindum eins og júgurbólgu, kal er á túnum og slætti mun seinka. Þá hefur ræktarland undir garðyrkju einnig hlotið skaða af veðurofsanum og æðarvarp víða ónýtt. Önnur áhrif kuldakastsins koma ekki fyllilega í ljós fyrr en seinna. Í sláturtíð haustsins er viðbúið að færri lömb skili sér í hús, fallþungi verði lægri og uppskerubrestur verði í grænmetisrækt. Þessi atriði hafa auðvitað áhrif á afkomu bænda. Á haustmánuðum skýrist myndin hvað þessa þætti varðar og unnt verður að leggja mat á langtímaáhrif veðursins. Hér eftir sem hingað til munum við standa við bakið á bændum. Myndin hefur verið að skýrast vegna kaltjóns á ræktarlöndum og hefur Bjargráðasjóður samþykkt verklag vegna afgreiðslu styrkumsókna vegna slíkra tjóna. Ég hvet bændur til að kynna sér það verklag vel, en skrá þarf tjón á Bændatorginu. Bjargráðasjóður mun koma til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey á þessu ári af völdum uppskerubrests vegna kaltjóna. Það verður gert með sama hætti og í sambærilegum tjónum 2013 og 2020. Fyrir liggur, samkvæmt minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, að farið verður fram á aukafjárveitingu til sjóðsins til að mæta tjóninu þegar það verður að fullu ljóst. Þá er verið að leita leiða til að skrá annað tjón vegna veðursins með sem einföldustum hætti og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar en ég hvet bændur til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins. Saman munum við hjálpast að við að vinna vel úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar áföll sem þessi hafa dunið yfir situr fólk eftir í óvissunni. Ég tel mikilvægt að við göngum skörulega fram í þessum efnum og eyðum henni. Ég hvet bændur til þess að hlúa að sér og kynna sér verkefni á borð við bændageð sem Bændasamtök Íslands standa fyrir. Það er í forgrunni að ná utan um ástandið og ég stend heilshugar með bændum og mun fylgjast vel þróun mála. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Stjórnsýsla Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Til að bregðast við afleiðingum kuldatíðarinnar hef ég sett á laggirnar vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjónsins til lengri tíma og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við bændur vegna þess. Hópurinn fundar þétt og heldur vel utan um stöðu mála. Nú þegar er ljóst að búfénaður hefur drepist, lömb gengið undan, borið hefur á veikindum eins og júgurbólgu, kal er á túnum og slætti mun seinka. Þá hefur ræktarland undir garðyrkju einnig hlotið skaða af veðurofsanum og æðarvarp víða ónýtt. Önnur áhrif kuldakastsins koma ekki fyllilega í ljós fyrr en seinna. Í sláturtíð haustsins er viðbúið að færri lömb skili sér í hús, fallþungi verði lægri og uppskerubrestur verði í grænmetisrækt. Þessi atriði hafa auðvitað áhrif á afkomu bænda. Á haustmánuðum skýrist myndin hvað þessa þætti varðar og unnt verður að leggja mat á langtímaáhrif veðursins. Hér eftir sem hingað til munum við standa við bakið á bændum. Myndin hefur verið að skýrast vegna kaltjóns á ræktarlöndum og hefur Bjargráðasjóður samþykkt verklag vegna afgreiðslu styrkumsókna vegna slíkra tjóna. Ég hvet bændur til að kynna sér það verklag vel, en skrá þarf tjón á Bændatorginu. Bjargráðasjóður mun koma til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey á þessu ári af völdum uppskerubrests vegna kaltjóna. Það verður gert með sama hætti og í sambærilegum tjónum 2013 og 2020. Fyrir liggur, samkvæmt minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, að farið verður fram á aukafjárveitingu til sjóðsins til að mæta tjóninu þegar það verður að fullu ljóst. Þá er verið að leita leiða til að skrá annað tjón vegna veðursins með sem einföldustum hætti og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar en ég hvet bændur til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins. Saman munum við hjálpast að við að vinna vel úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar áföll sem þessi hafa dunið yfir situr fólk eftir í óvissunni. Ég tel mikilvægt að við göngum skörulega fram í þessum efnum og eyðum henni. Ég hvet bændur til þess að hlúa að sér og kynna sér verkefni á borð við bændageð sem Bændasamtök Íslands standa fyrir. Það er í forgrunni að ná utan um ástandið og ég stend heilshugar með bændum og mun fylgjast vel þróun mála. Höfundur er matvælaráðherra.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun