„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 21:38 Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Vísir/Bjarni Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira