„Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist en ég var glöð að sjá boltann syngja í netinu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2024 19:34 Jordyn Rhodes í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. Jordyn Rhodes átti sendingu sem leiddi til jöfnunarmarks Tindastóls í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. „Ég er ánægð, þetta er auðvitað betra en að missa öll stigin frá okkur. Það hefur verið stígandi í síðustu leikjum okkar sem er gaman að sjá. Eftir tvo tapleiki í röð gefur jafntefli okkur ágætis grunn til að byggja á í næstu leikjum,“ sagði Jordyn í viðtali við Arnar Skúla Atlason eftir leik. Jordyn átti fyrirgjöfina sem leiddi til jöfnunarmarks Tindastóls á 84. mínútu. Sendingin rataði ekki á samherja en Emma Steinsen skallaði boltann óvart í eigið net. „Ég man ekki alveg eftir öllu, komst bara í 1 á 1 stöðu og fór framhjá varnarmanni, gaf góða fyrirgjöf og einhvern veginn endaði hann í netinu. Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist en ég var glöð að sjá boltann syngja í netinu.“ Þetta var kærkomið stig fyrir Tindastól sem hafði tapað þremur leikjum í röð. „Við byrjuðum ágætlega en höfum verið í dýfu undanfarið. Við erum að vinna okkur upp úr því og vonandi getum við haldið áfram að bæta okkur og sótt fleiri stig.“ Jordyn gekk til liðs við Tindastól fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með háskólanum í Kentucky undanfarin ár. Hún segir vistaskiptin hafa gengið vel. „Nokkuð vel, ég á nokkra íslenska vini sem ég kynntist í Bandaríkjunum. Þau búa reyndar í Reykjavík sem er frekar langt í burtu. Það tala líka allir ensku hérna sem er mikill kostur. Þetta hefur bara verið mjög gaman, ég hef eignast fullt af nýjum vinum og fengið að upplifa fegurð landsins.“ Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
„Ég er ánægð, þetta er auðvitað betra en að missa öll stigin frá okkur. Það hefur verið stígandi í síðustu leikjum okkar sem er gaman að sjá. Eftir tvo tapleiki í röð gefur jafntefli okkur ágætis grunn til að byggja á í næstu leikjum,“ sagði Jordyn í viðtali við Arnar Skúla Atlason eftir leik. Jordyn átti fyrirgjöfina sem leiddi til jöfnunarmarks Tindastóls á 84. mínútu. Sendingin rataði ekki á samherja en Emma Steinsen skallaði boltann óvart í eigið net. „Ég man ekki alveg eftir öllu, komst bara í 1 á 1 stöðu og fór framhjá varnarmanni, gaf góða fyrirgjöf og einhvern veginn endaði hann í netinu. Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist en ég var glöð að sjá boltann syngja í netinu.“ Þetta var kærkomið stig fyrir Tindastól sem hafði tapað þremur leikjum í röð. „Við byrjuðum ágætlega en höfum verið í dýfu undanfarið. Við erum að vinna okkur upp úr því og vonandi getum við haldið áfram að bæta okkur og sótt fleiri stig.“ Jordyn gekk til liðs við Tindastól fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með háskólanum í Kentucky undanfarin ár. Hún segir vistaskiptin hafa gengið vel. „Nokkuð vel, ég á nokkra íslenska vini sem ég kynntist í Bandaríkjunum. Þau búa reyndar í Reykjavík sem er frekar langt í burtu. Það tala líka allir ensku hérna sem er mikill kostur. Þetta hefur bara verið mjög gaman, ég hef eignast fullt af nýjum vinum og fengið að upplifa fegurð landsins.“
Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti