Mcllroy missti sigur úr greipum sér og DeChambeau vann opna bandaríska Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2024 22:47 Spennan var gríðarleg eftir að Mcllroy klikkaði á einföldu pútti en DeChambeau stóðst pressuna og stóð uppi sem sigurvegari Gregory Shamus/Getty Images Bryson DeChambeau endaði sex höggum undir pari og vann opna bandaríska meistaramótið í golfi eftir afar dramatískan lokadag. DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Golf Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Í beinni: KR - Valur | Reykvískur slagur um bikarinn Körfubolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ Marta hetja Eyjakvenna Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Í beinni: KR - Valur | Reykvískur slagur um bikarinn Í beinni: Haukar - Izvidac | Heldur ævintýrið áfram? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Héldu hreinu gegn toppliðinu Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sló met Rashford og varð sá yngsti George Foreman er látinn Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Sjá meira
DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024
Golf Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Í beinni: KR - Valur | Reykvískur slagur um bikarinn Körfubolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ Marta hetja Eyjakvenna Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Í beinni: KR - Valur | Reykvískur slagur um bikarinn Í beinni: Haukar - Izvidac | Heldur ævintýrið áfram? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Héldu hreinu gegn toppliðinu Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sló met Rashford og varð sá yngsti George Foreman er látinn Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Sjá meira