Annað ljótt brot á Caitlin Clark orðið að fjölmiðlafári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 17:01 Angel Reese lét Caitlin Clark finna vel fyrir sér og brotið hefur fengið mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum. Getty/Emilee Chinn Einvígi tveggja körfuboltakvenna á fyrsta ári í WNBA heldur áfram að búa til fyrirsagnir í bandarískum fjölmiðlum. Caitlin Clark og Angel Reese mættust öðru sinni í WNBA deildinni í körfubolta í gær en þær spila með liðum Indiana Fever og Chicago Sky. Það vantar ekki umfjöllunina um leikinn hinum megin við Atlantshafið. Clark og félagar í Indiana Fever fögnuðu sigri eins og síðast, nú 91-83, en mesta athygli hefur vakið gróft brot Reese á Clark sem og það að Reese kvartaði mikið yfir sérmeðferð frá dómurunum eftir leik. Angel Reese is Bill Laimbeer and Caitlin Clark is Larry Bird. That’s all you need to know. It’s not that complicated. pic.twitter.com/NDNMYnIPvh— Super 70s Sports (@Super70sSports) June 16, 2024 Reese sló þá í höfuð Clark þegar hún var á leiðinni í sniðskot og fékk á sig fyrir það óíþróttamannslega villu. „Ég stjórna ekki dómurunum. Þeir höfðu mikil áhrif á leikinn í kvöld. Ég er alltaf að reyna við boltann. Þið eigið samt eftir að sýna þetta tuttugu sinnum í kvöld,“ sagði Reese. Það var líka rétt hjá henni. Myndband af brotinu hefur verið sýnt margoft á sjónvarpsstöðvunum, meira segja á CNN. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) „Mér fannst við fara mörgum sinnum af krafti á körfuna en við fengum ekki marga dóma með okkur. Ég hef séð nokkur af þessum atvikum aftur og þeir voru að missa af dómum. Það er eins og sumir fá sérstaka meðferð frá dómurunum,“ sagði Reese og var án efa að vísa til Clark. Clark talaði þó máli Reese eftir leik og sagði að hún hefði bara verið að reyna við boltann. „Þetta er bara hluti af körfuboltanum. Það er bara þannig. Hún var að reyna að verja skotið og svona gerist,“ sagði Clark. Í fyrri leik liðanna var mikið gert úr því þegar Chennedy Carter braut illa á Clark þegar boltinn var ekki í leik sem og að Reese fagnaði því broti á hliðarlínunni. Clark átti mjög flottan leik en hún skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 2 skot. Enginn nýliði hafði áður náð því í einum leik í WNBA. Reese var síðan með 11 stig, 13 fráköst og stoðsendingar. Þessir tveir nýliðar í WNBA deildinni halda áfram að búa til fyrirsagnir og það góða við allt þetta er að þær mætast aftur á sunnudaginn kemur og sá leikur mun eflaust vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Caitlin Clark and Angel Reese both agreed Reese's flagrant 1 was nothing more than a basketball play 🤝 pic.twitter.com/JcZztBN969— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2024 WNBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Caitlin Clark og Angel Reese mættust öðru sinni í WNBA deildinni í körfubolta í gær en þær spila með liðum Indiana Fever og Chicago Sky. Það vantar ekki umfjöllunina um leikinn hinum megin við Atlantshafið. Clark og félagar í Indiana Fever fögnuðu sigri eins og síðast, nú 91-83, en mesta athygli hefur vakið gróft brot Reese á Clark sem og það að Reese kvartaði mikið yfir sérmeðferð frá dómurunum eftir leik. Angel Reese is Bill Laimbeer and Caitlin Clark is Larry Bird. That’s all you need to know. It’s not that complicated. pic.twitter.com/NDNMYnIPvh— Super 70s Sports (@Super70sSports) June 16, 2024 Reese sló þá í höfuð Clark þegar hún var á leiðinni í sniðskot og fékk á sig fyrir það óíþróttamannslega villu. „Ég stjórna ekki dómurunum. Þeir höfðu mikil áhrif á leikinn í kvöld. Ég er alltaf að reyna við boltann. Þið eigið samt eftir að sýna þetta tuttugu sinnum í kvöld,“ sagði Reese. Það var líka rétt hjá henni. Myndband af brotinu hefur verið sýnt margoft á sjónvarpsstöðvunum, meira segja á CNN. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) „Mér fannst við fara mörgum sinnum af krafti á körfuna en við fengum ekki marga dóma með okkur. Ég hef séð nokkur af þessum atvikum aftur og þeir voru að missa af dómum. Það er eins og sumir fá sérstaka meðferð frá dómurunum,“ sagði Reese og var án efa að vísa til Clark. Clark talaði þó máli Reese eftir leik og sagði að hún hefði bara verið að reyna við boltann. „Þetta er bara hluti af körfuboltanum. Það er bara þannig. Hún var að reyna að verja skotið og svona gerist,“ sagði Clark. Í fyrri leik liðanna var mikið gert úr því þegar Chennedy Carter braut illa á Clark þegar boltinn var ekki í leik sem og að Reese fagnaði því broti á hliðarlínunni. Clark átti mjög flottan leik en hún skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 2 skot. Enginn nýliði hafði áður náð því í einum leik í WNBA. Reese var síðan með 11 stig, 13 fráköst og stoðsendingar. Þessir tveir nýliðar í WNBA deildinni halda áfram að búa til fyrirsagnir og það góða við allt þetta er að þær mætast aftur á sunnudaginn kemur og sá leikur mun eflaust vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Caitlin Clark and Angel Reese both agreed Reese's flagrant 1 was nothing more than a basketball play 🤝 pic.twitter.com/JcZztBN969— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2024
WNBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira