Fótbolti

Sjáðu mörkin þegar Rúmenar léku sér að Íslandsbönunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúmenar fagna sigri með stuðningsmönnum sínum eftir leikinn.
Rúmenar fagna sigri með stuðningsmönnum sínum eftir leikinn. Getty/Franz Kirchmayr

Rúmenía vann 3-0 sigur á Úkraínu í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta og komu mörgum á óvart með frábærri frammistöðu.

Þetta var leikurinn sem Ísland hefði spilað hefði liðið unnið Úkraínu í umspilsleiknun.

Nicolae Stanciu skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik með frábæru skoti og Razvan Marin skoraði með öðru langskoti í þeim síðari.

Mark fyrirliðans Stanciu var einstaklega fallegt og er mark mótsins hingað til.

Denis Dragus skoraði síðan þriðja markið og Rúmenar voru búnir að afgreiða leikinn eftir tæpan klukkutíma.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×