Innlent

Kringlan lokuð til fimmtu­dags

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikið vatn lak inn í verslunarmiðstöðina.
Mikið vatn lak inn í verslunarmiðstöðina. vísir/viktor

Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 

Slökkvistarfi lauk í Kringlunni um helgina eftir að eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfið leiddi hins vegar til mikils tjóns í verslunum Kringlunnar. Við tók hreinsunarstarf. 

„Til að tryggja að upplifun gesta verði sem best hefur verið ákveðið að opna ekki fyrr en á fimmtudag. Bent er á að hægt er að versla á kringlan.is og fellur sendingarkostnaður niður á meðan á lokun stendur,“ segir í tilkynningu. 

Tjónið sé mest á svæði sem spannar um tíu verslanir. 

„Reitir og Kringlan leggja höfuðáherslu á að aðstoða verslunareigendur við að lágmarka tekjutap sitt vegna brunans og gera þeim unnt að opna verslanirnar aftur sem fyrst.“

Mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði.


Tengdar fréttir

„Þetta var bara eins og hryðjuverk“

Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt.

„Þetta er stórtjón fyrir okkur“

Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×