Frammistaðan en ekki nafnið kom Ronaldo í EM-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:31 Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í síðasta undirbúningslandsleik Potúgala fyrir Evrópumótið. Getty/Pedro Loureiro Cristiano Ronaldo hefur réttilega unnið sér sæti í portúgalska landsliðinu en hann hefur í kvöld leik á sínu sjötta Evrópumóti á ferlinum. Landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez var spurður á blaðamannafundi út í val sitt á hinum 39 ára gamla Ronaldo sem hefur spilað í Sádí-Arabíu síðustu ár. Fernando Santos, forveri Martinez í starfinu, tók Ronaldo út úr byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember 2022 og einhverjir héldu þá að landsliðsferlinum væri jafnvel lokið. Ronaldo er hins vegar hvergi nærri hættur og hann skoraði fimmtíu mörk fyrir Al Nassr í öllum keppnum á síðasta tímabili. Cristiano Ronaldo is in the Portugal squad on merit not reputation, manager Roberto Martinez says, as they start their bid to win #Euro2024 on Tuesday.More from @TimSpiers ⬇️https://t.co/9RUJdC2Qk9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 17, 2024 „Cristiano er í landsliðinu af því að hann hefur unnið sér það inn. Það kemst enginn í portúgalska landsliðið út á nafnið eitt,“ sagði Roberto Martinez. „Cristiano skoraði 50 mörk í 51 leik, var mjög stöðugur í leikjum sínum með félagsliðinu og skoraði níu mörk fyrir okkur í undankeppninni,“ sagði Martinez. „Hann er markaskorari og fyrir okkur er hann maður sem getur bundið endahnútinn á sóknir okkar. Hann getur teygt á vörnum og opnað svæði fyrir liðsfélaga sína. Hann hefur breytt aðeins sínum leikstíl á síðustu árum. Ég segi það hreint út að það var frammistaðan en ekki nafnið sem kom Ronaldo í EM-hópinn. Tölfræðin hans sýnir það og sannar,“ sagði Martinez. Ronaldo skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Írlandi í síðasta undirbúningsleik Portúgala fyrir EM og hefur þar með skorað 130 mörk í 207 landsleikjum. Portúgal spilar við Tékkland klukkan 19.00 í kvöld en það seinni leikur dagsins á EM. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez var spurður á blaðamannafundi út í val sitt á hinum 39 ára gamla Ronaldo sem hefur spilað í Sádí-Arabíu síðustu ár. Fernando Santos, forveri Martinez í starfinu, tók Ronaldo út úr byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember 2022 og einhverjir héldu þá að landsliðsferlinum væri jafnvel lokið. Ronaldo er hins vegar hvergi nærri hættur og hann skoraði fimmtíu mörk fyrir Al Nassr í öllum keppnum á síðasta tímabili. Cristiano Ronaldo is in the Portugal squad on merit not reputation, manager Roberto Martinez says, as they start their bid to win #Euro2024 on Tuesday.More from @TimSpiers ⬇️https://t.co/9RUJdC2Qk9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 17, 2024 „Cristiano er í landsliðinu af því að hann hefur unnið sér það inn. Það kemst enginn í portúgalska landsliðið út á nafnið eitt,“ sagði Roberto Martinez. „Cristiano skoraði 50 mörk í 51 leik, var mjög stöðugur í leikjum sínum með félagsliðinu og skoraði níu mörk fyrir okkur í undankeppninni,“ sagði Martinez. „Hann er markaskorari og fyrir okkur er hann maður sem getur bundið endahnútinn á sóknir okkar. Hann getur teygt á vörnum og opnað svæði fyrir liðsfélaga sína. Hann hefur breytt aðeins sínum leikstíl á síðustu árum. Ég segi það hreint út að það var frammistaðan en ekki nafnið sem kom Ronaldo í EM-hópinn. Tölfræðin hans sýnir það og sannar,“ sagði Martinez. Ronaldo skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Írlandi í síðasta undirbúningsleik Portúgala fyrir EM og hefur þar með skorað 130 mörk í 207 landsleikjum. Portúgal spilar við Tékkland klukkan 19.00 í kvöld en það seinni leikur dagsins á EM.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira