Erlent

McKellen heill á húfi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá fjölmiðlasýningu Player kings.
Frá fjölmiðlasýningu Player kings. getty

Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni. 

Í gærkvöldi var greint frá því að hinn 85 ára gamli breski stórleikari hefði fallið af leiksviðinu við sýningu á verkinu Player Kings, sem sýnt er í Noël Coward-leikhúsinu í Lundúnum. Þar fer McKellen með aðalhlutverk í rúmlega fjögurra tíma verki sem byggt er á Shakespeare verki um konunginn Henry fjórða. 

McKellen féll af sviðinu í gærkvöldi í miðri bardagasenu og gaf frá sér óp áður en starfsfólk hlúði að honum. Gestum var smalað úr salnum og sýningunni aflýst. Í fyrstu héldu gestir að um hluta af verkinu væri að ræða. 

Talsmaður leikhússins hefur nú gefið út yfirlýsingu þess efnis að McKellen sé í góðu lagi og myndi „ná skjótum og fullum bata“. Þá er tveimur læknum þakkað fyrir veitta aðstoð í leikhúsinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×