Erlent

Pútín heim­sækir Kim

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Pútín millilendir í Jakútseu í morgun. 
Pútín millilendir í Jakútseu í morgun.  Sergei Karpukhin/Sputnik, Kremlin Pool Photo via AP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag.

Áður en hann mætti til landsins þakkaði hann stjórnvöldum þar í landi fyrir að standa heilshugar á bak við Rússa í stríðsrekstri þeirra í Úkraínu. Þetta er fyrsta heimsókn pútíns til Norður-Kóreu í 24 ár en hann hitti leiðtoga landsins Kim Jong-un í fyrra í Rússlandi.

Í bréfi sem Pútín ritar og birtist á ríkismiðlum Norður-Kóreu í morgun lofar hann nánari samskiptum ríkjanna í framtíðinni og að Rússar muni aðstoða þá í viðskiptum og öryggismálum í framtíðinni. Þá lofar Pútín einnig að styðja við Norður-Kóreu í þeirri viðleitni að verjast „þrýstingi, kúgunartilburðum og hernaðarógn “sem hann segir að landinu stafi af frá Bandaríkjunum.

Bandarísk stjórnvöld hafa þegar tjáð sig um málið og segja að vaxandi samstarf Rússa og Norður-Kóreu á hernaðarsviðinu valdi þeim áhyggjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×