Clippers er að taka í notkun nýja höll og spila því ekki lengur undir sama þaki og Los Angeles Lakers.
Van Gundy er nú 62 ára gamall en vann í sextán ár við körfuboltalýsingar í sjónvarpi. Hann er mjög virtur í NBA heiminum, bæði sem þjálfari og sem körfuboltasérfræðingur í sjónvarpi.
Eftir að ESPN lét hann fara þá gerðist hann ráðgjafi Brad Stevens, yfirmanns körfuboltamála hjá Boston Celtics.
Van Gundy og Lue eru miklir félagar síðan þeir störfuðu saman hjá bandaríska landsliðinu. Lue sóttist eftir því að fá hann. Van Gundy þjálfaði líka Lue í eitt tímabil hjá Houston Rockets árið 2004.
Van Gundy var aðalþjálfari New York Knicks í ellefu ár og liðið vann 248 af 420 deildarleikjum undir hans stjórn (59 prósent). Hann þjálfaði líka Houston Rockets og hefur unnið 430 deildarleiki og 44 leiki í úrslitakeppni sem þjálfari.
Á meðan Van Gundy starfaði við sjónvarpslýsingar vildu mörg lið fá hann sem þjálfara. Hann hafnaði þeim öllum en starfaði í verkefnum á vegum bandaríska landsliðsins.
ESPN Sources: Jeff Van Gundy — who spent the season as senior consultant for the NBA champion Boston Celtics — has agreed on a deal to become the lead assistant on Ty Lue’s Los Angeles Clippers’ coaching staff. https://t.co/cUPKmRxuzh
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2024