Þjófar fagna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:01 Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mannréttindi Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar