Sjáðu Real Madrid strákinn slá met Ronaldo með rosalegu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 06:30 Arda Guler fagnar hér frábæru marki sínu í gær. Þessi ungi leikmaður fékk traustið og sýndi af hverju. Getty/ Joe Prior Það vantaði ekki glæsimörkin í sigri Tyrkja eða dramatíkina í sigri Portúgala þegar fyrsta umferð riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Þýskalandi kláraðist í gær. Nú hafa öll liðin spilað leik á mótinu. Hér má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins. Hinn nítján ára gamli Arda Guler var í aðalhlutverki í gær þegar Tyrkir hófu leik á Evrópumótinu. Georgíumenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni en þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti nágrönnum sínum frá Tyrklandi. Guler skoraði annað mark Tyrkja og kom þeim aftur yfir eftir að Georgíumenn höfðu jafnað. Markið kom með stórkostlegu skoti stráksins fyrir utan teig sem söng upp í fjærhorninu. Guler, sem spilar með Real Madrid, sló þarna met Cristiano Ronaldo. Þarna sýndi hann af hverju Real vildi fá hann. Hann var aðeins nítján ára og 114 daga gamall í gær og sló þar með met Ronaldo yfir að vera sá yngsti til að skora í sínum fyrsta leik á EM. Ronaldo var 19 ára og 128 daga gamall á EM 2004. Mert Muldur skoraði fyrsta mark Tyrkjanna og það var líka stórglæsilegt viðstöðulaust skot af löngu færi. Georges Mikautadze jafnaði metin en þriðja og síðasta markið skoraði Kerem Akturkoglu í tómt mark eftir að markvörður Georgíu hafði farið fram undir lok leiksins. Rosaleg mörk hjá Tyrkjum⚽️⚽️⚽️ og sögulegt mark Georgíu🇬🇪 í 3-1 sigri🇹🇷 pic.twitter.com/UKFHL5Lbdw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 Mikil dramatík var í leik Portúgala og Tékka. Portúgalar unnu leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa lent undir. Varamaðurinn Francisco Conceicao skoraði sigurmarkið í uppbótatíma en áður hafði Varsjáin dæmt mark af Diogo Jota þar sem að Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum. Lukas Provod kom Tékum yfir á 62. mínútu en Portúgalar jöfnuðu með sjálfsmarki sjö mínútum síðar. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum en EM heldur síðan áfram í dag. Dramatík í Leipzig!⚡️ Dramatískt sigurmark Portúgala eftir að Tékkar höfðu komist yfir⚽️🇵🇹🇨🇿 pic.twitter.com/KzKAZSZAil— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Arda Guler var í aðalhlutverki í gær þegar Tyrkir hófu leik á Evrópumótinu. Georgíumenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni en þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti nágrönnum sínum frá Tyrklandi. Guler skoraði annað mark Tyrkja og kom þeim aftur yfir eftir að Georgíumenn höfðu jafnað. Markið kom með stórkostlegu skoti stráksins fyrir utan teig sem söng upp í fjærhorninu. Guler, sem spilar með Real Madrid, sló þarna met Cristiano Ronaldo. Þarna sýndi hann af hverju Real vildi fá hann. Hann var aðeins nítján ára og 114 daga gamall í gær og sló þar með met Ronaldo yfir að vera sá yngsti til að skora í sínum fyrsta leik á EM. Ronaldo var 19 ára og 128 daga gamall á EM 2004. Mert Muldur skoraði fyrsta mark Tyrkjanna og það var líka stórglæsilegt viðstöðulaust skot af löngu færi. Georges Mikautadze jafnaði metin en þriðja og síðasta markið skoraði Kerem Akturkoglu í tómt mark eftir að markvörður Georgíu hafði farið fram undir lok leiksins. Rosaleg mörk hjá Tyrkjum⚽️⚽️⚽️ og sögulegt mark Georgíu🇬🇪 í 3-1 sigri🇹🇷 pic.twitter.com/UKFHL5Lbdw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 Mikil dramatík var í leik Portúgala og Tékka. Portúgalar unnu leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa lent undir. Varamaðurinn Francisco Conceicao skoraði sigurmarkið í uppbótatíma en áður hafði Varsjáin dæmt mark af Diogo Jota þar sem að Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum. Lukas Provod kom Tékum yfir á 62. mínútu en Portúgalar jöfnuðu með sjálfsmarki sjö mínútum síðar. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum en EM heldur síðan áfram í dag. Dramatík í Leipzig!⚡️ Dramatískt sigurmark Portúgala eftir að Tékkar höfðu komist yfir⚽️🇵🇹🇨🇿 pic.twitter.com/KzKAZSZAil— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira