Innlent

Hafnar­svæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálkna­firði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Útkallið barst á fjórða tímanum í nótt.
Útkallið barst á fjórða tímanum í nótt. vísir/vilhelm

Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna.

Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Tálknafirði staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi frá.

Hann segir ammóníakskerfi sem notað var í kæli og frysti hafa byrjað að leka.

„Við lokuðum og reyndum að einangra, skipta kerfinu niður í þrjá hluta og reyndum að finna út hvar þetta var mest,“ segir Davíð.

Enn sé verið að leita að upptökum lekans. Engin hætta sé á ferðum en lyktin sé sterk. Enn sé ekki hægt að standa fyrir utan frystihúsið á nokkrum stöðum en að vel hafi gengið að ræsta.

„Í nótt fór þetta yfir höfnina, sem betur fer var rétt vindátt þannig að vindáttin var út á sjó en ekki upp í þorpið,“ segir Davíð.

Slökkvilið Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar er á vettvangi.

„Við höldum að við séum komnir fyrir lekann og að nú séum við að ná lyktinni allri með því að reykræsta út,“ segir Davíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×