Ókeypis lán í hverjum mánuði Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar 19. júní 2024 10:00 Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun