Lífið

Ofurhetjan Sólon selur í­búðina í Kópa­vogi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Einar gefur út íslenskt barnaefni á YouTube.
Einar gefur út íslenskt barnaefni á YouTube.

Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona, hafa sett íbúð sína við Ásakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 67,9 milljónir.

Um er að ræða bjarta og vel skipulagða 89 fermetra íbúð á annari hæð með sér inngangi. Samtals eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Eldhús, borðstofa og stofa er í samliggjandi og opnu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir og út í sameiginlegan garð. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Einar og Íris eignuðust nýverið sitt annað barn og er komnin tími á að stækka við sig. 

Einar stofnaði YouTube rásina Sólon Barnaefni í fyrra eftir að hafa rekið sig á mikinn skort af íslensku efni á síðunni. Þar býður ofurhetjan Sólon upp á fræðandi skemmtun fyrir börn á öllum aldri. 

„Þessi hugmynd kviknaði í rauninni bara þegar ég var að skrolla í gegnum YouTube í leit að efni fyrir dóttur mína og mér fannst lítið af íslensku efni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í fyrra.

Hann er mikill tónlistarmaður og getur spilað á flest hljóðfæri, getur sungið og á auðvelt með að semja lög. Þá hefur hann einnig starfað með börnum sem íþróttakennari.

Sólon er ofurhetja sem býr á sólinni. Hann ferðast til jarðarinnar til þess að skoða spennandi staði, syngja og spila lög og til þess að fræða börn og hafa gaman. Besti vinur Sólons er Bína kanína sem tekur á móti honum þegar hann kemur til jarðarinnar og þau sprella saman og læra nýja hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×