Opið bréf til Mark Zuckerbergs Gunnlaugur B Ólafsson skrifar 19. júní 2024 12:17 Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook. Ég fékk Opin kerfi til að skoða málið og þeir sáu að Facebook-aðgangur hafði verið hakkaður og sendi mér öryggisnúmer Facebook: +1 866 554 3839. Ég náð illa sambandi við neinn og svo slitnaði sambandið iðulega án nokkurrar niðurstöðu. Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð. Hann gaf mér upp sitt símanúmer til að tryggja að samband héldist (sjá símanúmer í viðhengi). Mér kom ekki annað til hugar en að ég væri að tala við starfsmann Facebook. Hann tjáði mér að ég hafi verið hakkaður og þar að auki hafi verið komist yfir bankaupplýsingar mínar. Hann virtist sannfærandi í að vera að rannsaka málið og leita lausna. Hann tjáði mér að til að geta gert „deep scan“ þá þyrfti ég að hlaða niður appi nefnt Anydesk. Til þess að uppræta hakkarana sem hafi komist yfir bankaupplýsingarnar þyrfti ég að fara inn á heimabankann minn. Auk þess þyrfti ég að hlaða niður appi sem héti Wise. Þar þyrfti að búa til „dummy account“ og millifæra til að hakkararnir bregðist við og sé hægt að hreinsa þá út. Til að gera langa sögu styttri þá tókst honum að millifæra rúmar 100 þúsund krónur út af reikningi mínum yfir á Wise og þaðan yfir á nafn Ramulo Quinto sem virðist reikningur á Filipseyjum. Að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir að láta leiða mig þessa leið. Tapa fjármunum af bankareikningi og borga tuttugu þúsund í símakostnað við „hjalparaðila“. Ég lagði svo mikið traust á að Opin kerfi hafi bent á þetta símanúmer. Það hvarflaði ekki að mér að með einhverjum hætti hefðu hakkararnir tekið yfir hringinguna í Facebook-númerið og nýttu það til að ná út úr fólki fé. Hinn möguleikinn er að starfsmaður (Mike) í hjálparnúmeri Facebook hafi reynst svikull og nýtt tækifærið til að ræna mig. Nú er ég enn alveg ráðalaus hvað ég geti gert til að endurheimta aftur þau persónulegu verðmæti sem liggja í Facebook-síðu minni eða að fá fjárhagstjónið bætt. Þetta er mikilvægt að fá upplýst. Reynsla mín á erindi við almenning og þarf umræðu og umfjöllun. Það hlýtur einhver að vera ábyrgur fyrir því að tryggja traust á þessum mikilvæga vefmiðli. Að brugðist sé við og axlað ábyrgð þegar notendur eru leiddir í slíkar óhöngur þegar þeir eru í góðri trú að hafa samband við öryggisnúmer fyrirtækisins. Höfundur er lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Facebook Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook. Ég fékk Opin kerfi til að skoða málið og þeir sáu að Facebook-aðgangur hafði verið hakkaður og sendi mér öryggisnúmer Facebook: +1 866 554 3839. Ég náð illa sambandi við neinn og svo slitnaði sambandið iðulega án nokkurrar niðurstöðu. Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð. Hann gaf mér upp sitt símanúmer til að tryggja að samband héldist (sjá símanúmer í viðhengi). Mér kom ekki annað til hugar en að ég væri að tala við starfsmann Facebook. Hann tjáði mér að ég hafi verið hakkaður og þar að auki hafi verið komist yfir bankaupplýsingar mínar. Hann virtist sannfærandi í að vera að rannsaka málið og leita lausna. Hann tjáði mér að til að geta gert „deep scan“ þá þyrfti ég að hlaða niður appi nefnt Anydesk. Til þess að uppræta hakkarana sem hafi komist yfir bankaupplýsingarnar þyrfti ég að fara inn á heimabankann minn. Auk þess þyrfti ég að hlaða niður appi sem héti Wise. Þar þyrfti að búa til „dummy account“ og millifæra til að hakkararnir bregðist við og sé hægt að hreinsa þá út. Til að gera langa sögu styttri þá tókst honum að millifæra rúmar 100 þúsund krónur út af reikningi mínum yfir á Wise og þaðan yfir á nafn Ramulo Quinto sem virðist reikningur á Filipseyjum. Að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir að láta leiða mig þessa leið. Tapa fjármunum af bankareikningi og borga tuttugu þúsund í símakostnað við „hjalparaðila“. Ég lagði svo mikið traust á að Opin kerfi hafi bent á þetta símanúmer. Það hvarflaði ekki að mér að með einhverjum hætti hefðu hakkararnir tekið yfir hringinguna í Facebook-númerið og nýttu það til að ná út úr fólki fé. Hinn möguleikinn er að starfsmaður (Mike) í hjálparnúmeri Facebook hafi reynst svikull og nýtt tækifærið til að ræna mig. Nú er ég enn alveg ráðalaus hvað ég geti gert til að endurheimta aftur þau persónulegu verðmæti sem liggja í Facebook-síðu minni eða að fá fjárhagstjónið bætt. Þetta er mikilvægt að fá upplýst. Reynsla mín á erindi við almenning og þarf umræðu og umfjöllun. Það hlýtur einhver að vera ábyrgur fyrir því að tryggja traust á þessum mikilvæga vefmiðli. Að brugðist sé við og axlað ábyrgð þegar notendur eru leiddir í slíkar óhöngur þegar þeir eru í góðri trú að hafa samband við öryggisnúmer fyrirtækisins. Höfundur er lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun