Breytt orðfæri, breytt hugsun Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 14:01 Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun