Kennari í Breiðholti er Reykvíkingur ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 07:01 Marta veiddi fyrsta lax vertíðarinnar í Elliðaá í morgun. Það tók hana aðeins um fimmtán mínútur og var þetta Maríulax Mörtu. Róbert Reynisson Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í fjórtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn er að leita að einstaklingi sem hefur, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir hans framlag. „Marta Wieczorek vinnur dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu barna borginni sem kennari við Hólabrekkuskóla en hún hefur líka unnið á leikskóla og mótað fyrstu ár barna í hverfinu. Hún hefur jafnframt unnið ötullega við að efla móðurmálskennslu í Pólska skólanum í Reykjavík, sem var stofnaður árið 2008, þar sem lögð er áhersla á pólskukennslu samhliða því að veita mikilvægan stuðning fyrir tvítyngda nemendur á Íslandi. Nemendur sem stunda nám í Pólska skólanum efla ekki einungis sitt eigið móðurmál heldur eru betur í stakk búnir til að tileinka sér íslensku sem er undirstaða þess að vera virkur þátttakandi í íslensku samfélagi. Skólinn er því mikilvæg brú milli íslensks og pólsks samfélags, ekki bara fyrir börnin sem þangað sækja nám heldur einnig fyrir foreldra barnanna,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Marta kennir einnig á íslenskunámskeiði fyrir börn sem eru nýkomin til Reykjavíkur. Námskeiðið er á vegum Suðurmiðstöðvar og fer fram í Fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi. Menningarsendiherra í Breiðholti Marta hefur einnig verið menningarsendiherra fyrir landið sitt í Breiðholti. Um er að ræða samfélagsverkefni mismunandi mál-, menningar- og/eða þjóðfélagshópa og Suðurmiðstöðvar. Menningarsendiherrar hafa það hlutverk að brúa bilið milli ólíkra þjóða og menningarheima í hverfinu með það að markmiði að virkja lýðræði, efla upplýsingaflæði og bæta tengslanet innan hverfisins. Marta segir mikilvægt að hjálpa fólki að taka virkan þátt í því samfélagi sem það kýs að búa í. „Það er líka ánægjulegt að hitta allt það fólk sem lætur sér annt um að byggja upp í sameiningu og gera samlanda sína meðvitaða um að það að búa til lokaða menningar- og málhópa getur alið á óvild og fordómum og ýtt undir neikvæðar staðalímyndir. Miklu betri lausn er að kynnast hvert öðru og hafa gagnkvæman ávinning af því,“ segir hún. Fagmanneskja fram í fingurgóma Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla, segir Mörtu vera fagmanneskju fram í fingurgóma „Hún setur nemendur sína alltaf í fyrsta sæti og leitar leiða til að laða það besta fram í öllum. Marta er jákvæður leiðtogi sem fer fjölbreyttar leiðir í kennslu til að allir nemendur nái að nýta sína styrkleika. Við erum heppin í Hólabrekkuskóla að hafa Mörtu í okkar flotta starfsmannahópi. Hún er fagleg, nemendamiðuð og jákvæð í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur“, segir Lovísa Guðrún. Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart. Það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir starfið sitt og þetta mun örugglega hvetja mig áfram, en þetta væri ekki mögulegt án skilningsríkrar fjölskyldu og ég er mjög þakklát fyrir hennar stuðning,“ segir Marta. Reykvíkingur ársins opnaði Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 84 ár. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, ræddi við Mörtu um kennarastarfið og starf hennar í Suðurmiðstöð. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána. Þau hafa verið valin Reykvíkingar ársins: Mikael Marinó Rivera 2023 Kamila Walijewska og Marco Pizzolato 2022 Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins 2021 Þorvaldur Daníelsson, Reykvíkingur ársins 2020 Helga Steffensen, Reykvíkingur ársins 2019 Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins 2018 Anna Sif Jónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2017 Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir, Reykvíkingar ársins 2016 Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2015 Kristján og Gunnar Jónassynir, Reykvíkingar ársins 2014 Ólafur Ólafsson, Reykvíkingur ársins 2013 Theódóra Guðrún Rafnsdóttir, Reykvíkingur ársins 2012 Gunnlaugur Sigurðsson, Reykvíkingur ársins 2011 Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í fjórtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn er að leita að einstaklingi sem hefur, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir hans framlag. „Marta Wieczorek vinnur dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu barna borginni sem kennari við Hólabrekkuskóla en hún hefur líka unnið á leikskóla og mótað fyrstu ár barna í hverfinu. Hún hefur jafnframt unnið ötullega við að efla móðurmálskennslu í Pólska skólanum í Reykjavík, sem var stofnaður árið 2008, þar sem lögð er áhersla á pólskukennslu samhliða því að veita mikilvægan stuðning fyrir tvítyngda nemendur á Íslandi. Nemendur sem stunda nám í Pólska skólanum efla ekki einungis sitt eigið móðurmál heldur eru betur í stakk búnir til að tileinka sér íslensku sem er undirstaða þess að vera virkur þátttakandi í íslensku samfélagi. Skólinn er því mikilvæg brú milli íslensks og pólsks samfélags, ekki bara fyrir börnin sem þangað sækja nám heldur einnig fyrir foreldra barnanna,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Marta kennir einnig á íslenskunámskeiði fyrir börn sem eru nýkomin til Reykjavíkur. Námskeiðið er á vegum Suðurmiðstöðvar og fer fram í Fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi. Menningarsendiherra í Breiðholti Marta hefur einnig verið menningarsendiherra fyrir landið sitt í Breiðholti. Um er að ræða samfélagsverkefni mismunandi mál-, menningar- og/eða þjóðfélagshópa og Suðurmiðstöðvar. Menningarsendiherrar hafa það hlutverk að brúa bilið milli ólíkra þjóða og menningarheima í hverfinu með það að markmiði að virkja lýðræði, efla upplýsingaflæði og bæta tengslanet innan hverfisins. Marta segir mikilvægt að hjálpa fólki að taka virkan þátt í því samfélagi sem það kýs að búa í. „Það er líka ánægjulegt að hitta allt það fólk sem lætur sér annt um að byggja upp í sameiningu og gera samlanda sína meðvitaða um að það að búa til lokaða menningar- og málhópa getur alið á óvild og fordómum og ýtt undir neikvæðar staðalímyndir. Miklu betri lausn er að kynnast hvert öðru og hafa gagnkvæman ávinning af því,“ segir hún. Fagmanneskja fram í fingurgóma Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla, segir Mörtu vera fagmanneskju fram í fingurgóma „Hún setur nemendur sína alltaf í fyrsta sæti og leitar leiða til að laða það besta fram í öllum. Marta er jákvæður leiðtogi sem fer fjölbreyttar leiðir í kennslu til að allir nemendur nái að nýta sína styrkleika. Við erum heppin í Hólabrekkuskóla að hafa Mörtu í okkar flotta starfsmannahópi. Hún er fagleg, nemendamiðuð og jákvæð í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur“, segir Lovísa Guðrún. Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart. Það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir starfið sitt og þetta mun örugglega hvetja mig áfram, en þetta væri ekki mögulegt án skilningsríkrar fjölskyldu og ég er mjög þakklát fyrir hennar stuðning,“ segir Marta. Reykvíkingur ársins opnaði Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 84 ár. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, ræddi við Mörtu um kennarastarfið og starf hennar í Suðurmiðstöð. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána. Þau hafa verið valin Reykvíkingar ársins: Mikael Marinó Rivera 2023 Kamila Walijewska og Marco Pizzolato 2022 Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins 2021 Þorvaldur Daníelsson, Reykvíkingur ársins 2020 Helga Steffensen, Reykvíkingur ársins 2019 Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins 2018 Anna Sif Jónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2017 Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir, Reykvíkingar ársins 2016 Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2015 Kristján og Gunnar Jónassynir, Reykvíkingar ársins 2014 Ólafur Ólafsson, Reykvíkingur ársins 2013 Theódóra Guðrún Rafnsdóttir, Reykvíkingur ársins 2012 Gunnlaugur Sigurðsson, Reykvíkingur ársins 2011
Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira