Fótbolti

Mbappé mætti á æfingu í dag með plástur á nefinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mbappé nefbrotnaði í leik gegn Austurríki á mánudag.
Mbappé nefbrotnaði í leik gegn Austurríki á mánudag. AP Photo/Hassan Ammar

Kylian Mbappé var mættur aftur til æfinga með franska landsliðinu í dag. Hann nefbrotnaði á mánudaginn og óvíst er hvort hann muni geta tekið þátt í leik gegn Hollandi næsta föstudag. 

Mbappé nefbrotnaði þegar hann skallaði öxl Kevin Danso, varnarmann Austurríkis, í 1-0 sigri Frakklands á mánudag.

Hann tók ekki þátt á æfingu liðsins í gær en lét sjá sig í dag, miðvikudag, tveimur dögum fyrir næsta leik gegn Hollandi.

Mbappé mætti á æfingu en tók ekki þátt í spili eða öðrum átökum.AP Photo/Hassan Ammar

Einhverjir vonuðust til þess að framherjinn knái myndi skarta andlitsgrímu en Mbappé lét plástur duga. Hann æfði einn að mestu leyti í dag en tók þátt í skotæfingu liðsins.

Algjörlega óvíst er hvort hann verði með í leiknum á föstudag en hann gaf það sterklega í skyn á Instragram í gær þegar hann skrifaði við sögu sína „Án áhættu vinnst ekkert.“ Sömuleiðis spurði hann á X, áður Twitter, hvort aðdáendur hefðu hugmyndir að grímu fyrir hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×