Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. júní 2024 08:47 Byltingarvörðurinn hefur alla tíð haft mikil tengsl við trúarlegu öflin í Íran, allt frá byltingunni 1979. Getty Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Stjórnaandstaðan í landinu hefur lengi þrýst á um þessar aðgerðir og einnig stórir hópar íranskra innflytjenda í Kanada. Ráðherra almannaöryggis, Dominic LeBlanc segir að með nýju skilgreiningunni verði til öflugt vopn til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum en íranski byltingarvörðurinn hefur lengi verið sakaður um að koma að skipulagningu hryðjuverka og leynilegra hernaðaraðgerða í öðrum löndum. Þá létust 55 kanadískir ríkisborgarar og aðrir 30 sem höfðu þar landvistarleyfi, þegar farþegaþota var skotin niður skömmu eftir flugtak frá Teheran árið 2020 með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Byltingarvörðurinn viðurkenndi að hafa skotið vélina niður, en fyrir mistök. Ákvörðun Kanada þýðir að þúsundir íranskra embættismanna munu ekki fá að ferðast til Kanada lengur, sökum tengsla við hersveitirnar. Talið er að um 190 þúsund manns séu í íranska byltingarverðinum en sveitirnar hafa gríðarleg ítök í Íran og stjórnmálum landsins. Þá eru Quds sveitirnar, sem starfa erlendis, sagðar aðstoða vinaþjóðir Írans á margvíslegan hátt í átökum heimafyrir. Kanadamenn höfðu áður skilgreint Quds sveitirnar sem hryðjuverkasamtök en nú nær skilgreiningin til íranska byltingarvarðarins í heild sinni. Íran Kanada Tengdar fréttir Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47 Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Stjórnaandstaðan í landinu hefur lengi þrýst á um þessar aðgerðir og einnig stórir hópar íranskra innflytjenda í Kanada. Ráðherra almannaöryggis, Dominic LeBlanc segir að með nýju skilgreiningunni verði til öflugt vopn til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum en íranski byltingarvörðurinn hefur lengi verið sakaður um að koma að skipulagningu hryðjuverka og leynilegra hernaðaraðgerða í öðrum löndum. Þá létust 55 kanadískir ríkisborgarar og aðrir 30 sem höfðu þar landvistarleyfi, þegar farþegaþota var skotin niður skömmu eftir flugtak frá Teheran árið 2020 með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Byltingarvörðurinn viðurkenndi að hafa skotið vélina niður, en fyrir mistök. Ákvörðun Kanada þýðir að þúsundir íranskra embættismanna munu ekki fá að ferðast til Kanada lengur, sökum tengsla við hersveitirnar. Talið er að um 190 þúsund manns séu í íranska byltingarverðinum en sveitirnar hafa gríðarleg ítök í Íran og stjórnmálum landsins. Þá eru Quds sveitirnar, sem starfa erlendis, sagðar aðstoða vinaþjóðir Írans á margvíslegan hátt í átökum heimafyrir. Kanadamenn höfðu áður skilgreint Quds sveitirnar sem hryðjuverkasamtök en nú nær skilgreiningin til íranska byltingarvarðarins í heild sinni.
Íran Kanada Tengdar fréttir Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47 Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47
Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47