Íslenski boltinn

Fótboltastelpur og for­seti Ís­lands í stuði í Eyjum: Sýnt frá TM mótinu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessar Eyjastúlkur voru á heimavelli á TM pæjumótinu.
Þessar Eyjastúlkur voru á heimavelli á TM pæjumótinu. S2 Sport

Nýjasti þáttur Sumarmótanna á Stöð 2 Sport verður frumsýndur í kvöld en að þessu sinni er komið að TM mótinu í Vestmannaeyjum.

Sumarmótin fylgja eftir framtíðarstjörnum íslenskrar knattspyrnu en fjölmörg fótboltamót hjá krökkunum verða heimsótt í sumar.

TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum.

Að þessu sinni voru það ellefu hundruð keppendur frá 34 félögum sem tóku þátt.

Svava Kristín Gretarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. Hún ræddi meðal annars við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, sem var fylgja dóttur sinni á mótið.

Það var flott veður í Eyjum þessa helgi, sérstaklega frá og með föstudeginum, en mótið heppnaðist mjög vel.

Þátturinn um TM mótið verður sýndur á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×