Erlent

Vin­sæll fjall­vegur í Noregi lokaður út árið vegna grjót­hruns

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Tröllastígurinn í Noregi. Mikil hætta er á grjóthruni og veginum hefur verið lokað. Deilur eru uppi um það hver eigi að fjármagna viðhald vegarins.
Tröllastígurinn í Noregi. Mikil hætta er á grjóthruni og veginum hefur verið lokað. Deilur eru uppi um það hver eigi að fjármagna viðhald vegarins. Getty

Tröllastígurinn, einn flottasti vegur heims og vinsæll ferðamannastaður í Noregi, verður lokaður út árið vegna hættu á grjóthruni. Deilur eru um það hvort fylki eða ríkið eigi að borga fyrir viðhald.

Þetta kemur fram hjá Verdens Gang. Þar segir í tilkynningu frá fylkinu Møre og Romsdal, að að ekki sé unnt að halda veginum opnum fyrr en búið er að gera nægar öryggisráðstafanir, mikil hætta sé á grjóthruni.

Síðastliðin tvö ár hafa verið fimm tilvik þar sem grjót hrundi á bifreið eða önnur farartæki. Litlu hefði mátt muna að illa færi, í sumum tilfellum. „Við getum ekki setið og beðið eftir banaslysi,“ sagði Ole Jan Tønnesen vegamálastjóri í Noregi við VG. Í frétt þeirra má sjá myndband þar sem grjót hrynur niður á mótorhjólamenn.

Deilur um það hver borgar

Fylkið Møre og Romsdal, telur að ríkið eigi að fjármagna viðhald vegarins, en ríkið er á öndverðum meiði. Ríkið vilji meina að vegurinn sé á vegum fylkisins eingöngu. Deilurnar valda því að ekkert hefur verið gert og vegurinn verður lokaður að minnsta kosti út árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×