Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. júní 2024 12:29 Framkvæmdir við Skógafoss að nýju bílastæði. Teitur Þorkelsson/Polar Front Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið. Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið.
Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira