Skoðun

Hin ó­ræða ferð inn í líf á jörðu

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Samkvæmt gömlu væntingunum um hvað alvöru virkar fjölskyldur væru og hvernig þær ættu að sýna sig, var formúlu hugsun. Hugmyndin kannski byggð á dýralífi?

Við að heyra orðin „Dysfunctional Family“ rædd á marga vegu hér í Ástralíu sem veruleika var viss vöknun fyrir mér. Þá áttaði ég mig á að það var aldrei nefnt á Íslandi að fjölskylda væri vanvirk, en samt vissi ég um nokkuð af þeim sjálf í kring um mig sem unglingur.

Svo hafa verið ótal reynslusögur hér í þáttum eins og „Insight“ Innsæi þar sem einstaklingar hafa tjáð sig um líf sitt í vanvirkri og erfiðri fjölskyldu.

Eftir nær 37 ár í Ástralíu með milljónir íbúa, hefur safn lífsreynslu einstaklinga sem hafa komið í margskonar sjónvarpsefni, og tjáð slíka reynslu verið allskonar og veitt mér mun víðari sjóndeildarhring um þetta með líf á jörðu.

Við að heyra þær sorglegu og erfiðu sögur á einn veg, og svo einnig dásamlegar sögur um foreldra sem brugðust á einstakan hátt við afleiðingum slysa og veikinda barna sinna. Þá er á hreinu að mismunur í foreldrun er oft gífurlegur og ekki nærri alltaf í anda við loforð trúarbragða.

Í dag sjást og heyrast sögur af álíka tagi á Íslandi, veruleikinn um slíkt hefur opnast sem ekki gerðist fyrir nokkrum áratugum síðan.

Við að heyra um þessa fjölbreytni hefur það hvarflað að mér að það sé kominn tími á að endurhugsa þetta með fjölskyldur.

Ferð okkar sem sálar inn í næsta líkama og líf

Það er athyglisvert að skoða hvað felst í því orði“Fjöl-skylda“ á íslensku versus ensku þar sem hugtakið skylda er í íslenska orðinu, en það að eiga sameiginlegt með er í orðinu „family“. Sem er að finna sig eiga mikið sameiginlegt með. Sem er allt önnur hugsun. Ég veit um fjölskyldu þar sem börnin voru fyrirfram þráð og elskuð en þróuðust svo í sitt hvora áttina þegar þau urðu eldri.

Þá er gaman að kasta þessum möguleika upp sem er sá: Að til að getnaður verði verður sál að vera á sveimi yfir réttum einstaklingum til að langa til að fá þá einstaklinga sem foreldra. Eða að sálin er bara kærulaus og flýgur inn við fyrstu opnun sem hún sér eða lærir um þarna úti og það án þess að skoða dæmið betur um þá einstaklinga.

Milljónir sálna hafa veðjað á misgóða einstaklinga og verið misheppin með foreldra í gegn um aldirnar, sumar sálir mjög heppnar eða klárar, en aðrar ekki. Eftir allar þessar aldir og sálir að þróast og þroskast endalaust, og í leit að nýjum tækifærum til að fá fleiri tækifæri á jörðu. Þá virðist það vera að sumar þeirra séu sniðugri í að finna rétta einstaklinga til þess. Kannski á eftir stærri verkefnum eftir því sem sálin eldist.

Einstaklinga sem þurfa auðvitað að vera að hafa kynmök án getnaðarvarna og eru að óska eftir getnaði.

Þá meina ég í löndum þar sem getnaðarvarnir eru falar og þungunarof leyfð.

Fyrir daga getnaðarvarna komu margir einstaklingar í heiminn sem sköpuðu ekki gleði í þeim sem þau voru getin til. Ég kalla okkur sem höfðu þá upplifun „Boðflennur“ sem á ensku er „Gate-crashers“. Sem þá er auðvitað áskorun, hver sem hún reynist verða.

Stundum getur það verið til að vinna að flóknum verkefnum, sem er það sem hefur mætt þeim í lífinu sem voru og eru boðflennur. Stundum verða þau sem eru boðflennur sálir og persónuleikar líka á reki um tíma, ef þau hafa ekki fengið nægan stuðning í að vera þau sjálf.

Það er að skilja hið innra hver þau séu sem sál og persónuleiki, en ekki að meðtaka það sem aðrir hafa klínt á þau. Hegðun og viðhorf sem ég veit að hefur verið algeng. Atriði sem er gagnstætt því sem flestar sálir koma til að upplifa. Það er þá að vakna til að skilja hver hún eða hann er með eigið einstakt sjálf. Veruleiki sem þó nokkur áhersla er á, í þeim nýaldar sálfræði bókum tekin úr gömlum fræðum ýmissa trúarbragða og sett í nútíma hugsun og mál. Fræðum sem ég sá aldrei né heyrði um á meðan ég var á landinu. Né sá ég þau í búðum á Íslandi fyrir árið 1987, en mikið af þeim hér í milljónasamfélagi.

Eldri sálir virka á annan hátt en þær nýrri og yngri

Ég hef séð að þetta með sálir er að sumar eru eldri og aðrar nýrri og yngri. Nelson Mandela var einn af ótal eldri sálum, sem auðvitað eru margar af hér og þar í heiminum.

Heilunarvinna mín kenndi mér nýja hluti um sálir sem ég hafði ekki „hugsað né trúað“ að gerðist vegna orðalagsins í málinu. Nú skil ég að þetta með sálir og ferðalög þeirra í gegn um marga líkama á jörðu kallar á annan skilning um okkur mannverur. Hver sál kemur með sitt veganesti frá fyrri lífum og sumar ná að velja rétta foreldra fyrir sig, en aðrir lenda bara í einhverri opnun fyrir getnað. Bara það að horfa í augun á nýfæddu barni sýnir að það er þó nokkur persónuleiki í þeim sem kemur til að upplifa fleiri ævintýri og öðlast nýja lífsreynslu.

Að velja eða veðja

Ég upplifði tvö athyglisverð tilfelli. Eitt var að sál sem vissi að hlutverkið í því lífi yrði drengur höfraði yfir konu sem var tvíkynhneigð. Það var á hreinu að sú sál sem yrði drengur vildi greinilega fá hana sem móður sína. Ég spurði hana sem þá var í sambandi með konu, hvort hún gæti hugsað sér að verða móðir?

Hún sagði þá já, ef kringumstæður mínar breytast. Það merkilega gerðist að hún endaði sambandið eftir þá heilun, og flutti í aðra borg þaðan sem hún hafði komið. Ég fékk bréf frá henni þar sem hún sagði mér að hún hefði hitt mann og væri barnshafandi. Þá minnti ég hana á sálina sem hafði beðið eftir henni. Svo sendi hún mér mynd af honum og það var sá sem ég hafði séð í mínu þriðja auga.

Svo kom kona sem sjálf vann í sinni tegund af heilunarvinnu og sagði mér að hún vildi verða móðir. Við það fékk ég það hugskeyti að jú hún myndi fá börn, en þau væru ekki tilbúin. Þau myndu koma. Svo lærði ég að þau höfðu fæðst, en eitthvað ferli var ástæðan fyrir að það hafði orðið að bíða.

Hugsanlega undirbúningur fyrir það líf sem þær væru eftir og það sem þessir foreldrar myndu veita þeim.

Svo var þriðja konan sem var eldri og var Avon viðskiptavinur á meðan ég var Avon sölukona, sem sagði að hún vildi verða amma. En ég vissi að því miður væri ólíklegt að það yrði, sem væri vegna gena vandamála dætra hennar. En það var ekki rétt að segja henni það. Hún yrði að læra það með tíð og tíma.

Það er á hreinu að það eru margir sem koma til svo réttra foreldra fyrir sig sem elska þau og styðja þau fyrir það sem þau eru og leiðbeina oft fyrir það sem þau vita að þau þurfi að gera við líf sitt.

Hinn margslungni heimur foreldra fyrir og eftir getnaðarvarnir

Allar þær sögur sem ég hef séð og heyrt. Og einnig vitnað sársauka um það þegar fordómar og smán, neyddu konur bæði hér í Ástralíu og Bretlandi til að fara á stofnun fyrir ógiftar barnshafandi konur, og börnin svo tekin við fæðingu. Ferli sem var að gerast hér til sjöunda áratugarins, og ungar konur í Bretlandi jafnvel á áttunda áratugnum upplifðu að vera skipað af foreldrum að gefa barn sitt upp. Af því að þær voru ekki giftar. Smánin séð sem mikil. Sama viðhorf sem var um miðja síðustu öld og áður.

Þær konur sem komu í þættina „Long Lost Family“ Löngu týnd fjölskylda, höfðu allar þráð að halda barninu, en fengu það ekki. Þær voru með djúpa sorg í hjarta yfir því oghöfðu borið þá sorg síðan sú fæðing gerðist. Börnin voru tekin af þeim og afhent þeim sem þessum stofnunum hentaði.

Svo kom það líka fram að það voru konur í Bretlandi eins og auðvitað víða, sem voru mjög ófærar og ótilbúnar í foreldrahlutverkið. Þær höfðu samt fætt af sér mörg börn, af því að kynhvöt er eitt, og þrá eftir barni var ekki í gangi í þeim. Afleiðingar þess voru þá auðvitað þau að börnin voru gefin og þær sáu um að finnast ekki í neinum DNA banka eða skjölum. Svo að börn þeirra hittu hana ekki né lærðu neitt um hana. Börn þeirra kvenna upplifðu það sem mikla ráðgátu, án þess að skilja að stundum er það bara kynhvötin sem ræður. En ekkert í þeim konum né mönnum sem hafa þau kynmök með þeim að þrá að verða foreldrar.

Hinir ósýnilegu orkuþræðir

Það var enn að gerast þar á áttunda áratug síðustu aldar að börn kvenna sem þráðu að halda þeim voru tekin. Sársaukinn var mikill á báða bóga þó að flest börn hafi fengið mjög góða ættleiðingar foreldra.

Samt fór eitthvað að gerast í þeim einstaklingum seinna sem var að eitthvað vantaði í þau sem ég skil nú að sé þessi ósýnilegi orkuþráður sem er frá upprunalega hráefninu sem setur okkur í heiminn. Það var frá því að vita ekki hver hafði skaffað efnið í líkama þeirra. Hvaðan þau komu í öðrum orðum. En þessir tveir einstaklingar eru meiriháttar í því starfi að finna þessa týndu ættingja.

Þættirnir „Löngu týnd fjölskylda“ sýna bara þær sögur þar sem þau ná að finna einhvern blóðtengdan. Sum fá einn ættingja, en aðrir heilu hópana.

Það sem gerðist hjá einni fjölskyldu þar sem sonurinn hafði ekki vitað um hver fæddi hann í heiminn í hálfa öld. Í fyrsta skiptið sem móðir og sonur hittust, var það eins og þau dreymdi um að það var mikil heilun þegar þau hittust. En þegar sonurinn sem býr í öðru landi hinum megin hnattar kom svo með fjölskylduna seinna til að eiga jól með henni. Þá náði það ekki að virka vegna of mikils óunnins sársauka í henni. Safn óunnins sársauka í taugakerfum sem engin þekking var um hvernig væri best að vinna, þegar í öðrum tilfellum einstaklingum hafði tekist að gera eitthvað með hann.

Það sem ég fékk út úr þessu fyrir mig var að skilja þessa ósýnilegu orku sem var í þeim. Sem var af því að þau höfðu ekki verið með þeirri sem fæddi þau í heiminn, og þráðu að tengja þá orku með þeim sem höfðu sett þau í heiminn.

­Þegar börn sem fæðingarmóðir hafði skilið eftir í langan tíma í umsjón annarra en svo sótt þau, þá var og er tengingin farin.

Buddhismi og Hinduismi hafa mikið dýpri skilning á þessu með sálirnar og sá veruleiki fór að smjúga inn í tilveru mína á vissan hátt þegar það kallaði. Ég hafði einnig fengið fyrri lífs lestur frá konu á Íslandi árið 1992.

Það var óvænt af því að það var einhver sem mælti með því fyrir mig í þeirri heimsókn, og ég hissa á þeirri tillögu af því að fyrri líf og sálarferðin voru ekki hluti af því sem talað var um í samfélagi sem var rekið í hugsun kristni. Sá lestur kom svo líka á óvart og staðfesti af hverju ég þyrfti að búa aftur í því landi sem það líf hafði verið.

Svo að kannski eigum við öll að spyrja hver sálarferð okkar sé í þetta skipti og hvort að erfið byrjun hafi hugsanlega í sér dularfullt skilaboð um annað tækifæri.

Fram að því hafði orðið endurholdgun ekki staðist þá tilveru sem ég þekkti þá. Endurholdgunar orðið hafði ég skilið sem að við kæmum inn í sama líkama aftur. Sem hreinlega stóðst ekki. Svo kom það til mín eftir að koma hingað. Það var á líföndunarnámskeiði með meiru sem gaf mér það að hreinsa orkuhjúpa mína frá hærri bylgjum.

Hreinsun sem veitti innsýn í þá ferð sem við sem sálir erum í raun endalaust á frá einum líkama til annars. Hvort sem einstaklingar viti það í einhverju lífi eða ekki. Það skiptir ekki máli. Að upplifa þá vitneskju gerist bara í því lífi sem það er rétt fyrir hvern og einn.

Reynsla mín er: Að það er bara það sem birtist manni hið innra og ytra í sumum kringumstæðum. Umhverfi sem við komum til en höfum ekki verið í áður í þessum líkama, en er þrælkunnugt og stundum lykt og svo framvegis.

Það hefur ekki neitt að gera með svokallaða trú að hafa þá upplifun, að ná að skilja ferð sálna frá einu lífi til annars. Það er ekki um að ætlast til að aðrir meðtaki það, en ég hef hitt nógu marga sem vita það fyrir sig.

Það er mjög líklegt að þessi systkini og foreldrar sem voru aðskilin við fæðingu sem þau sem sjá um þættina Löngu týnda fjölskyldu hjálpa og fara svo á þá endurfundi, séu kannski frá að þau geti hafa þekkt hvert annað í fyrra lífi. Og að hin ósýnilegu orkubönd séu að krefjast endurtenginga þrátt fyrir hindranir sem höfðu verið lagðar.

Hinir breyttu tímar með ný viðhorf um að verða foreldrar

Nú er það að gerast að ungar konur eru að velja og ætla að verða mæður einar og án maka. Þær sækja þá sæðið annaðhvort í IVF stofnun, eða finna einhvern sem sé tilbúinn til að veita það.

Fyrirtæki hér í Ástralíu sem heitir „Repromed“ var stofnað til að hjálpa þeim sem eiga erfitt með getnað. Auglýsing þeirra segir að það þurfi kjark til að stofna fjölskyldu. Og að þau geri allt sem þau geti, til að sjá um að það geti gerst. Þau orð voru ný fyrir mér, þar sem ég heyrði aldrei neinar sögur um að það væri erfitt að fá getnað. Börnin bara poppuðu út til hægri og vinstri í kring um mann í fjölda burtséð frá hvort að þau sem börnin voru að fæðast til, hefðu alið slíka þrá í brjósti. Einstaklingar hér af minni kynslóð segja það sama, þetta eru allt ný fræði, tækni sem þörf er fyrir núna á breyttum tímum.

Fyrir þau sem vilja eignast mörg börn getur það verið mikil áskorun að ná að tengja við þau öll fyrir það sem þau eru, og það sem þau komu til að vera og gera.

Förum við kannski í þær fjölskyldur hvort sem reynslan sé ljúf eða ekki sem þurfi að verða fyrir eitthvert og það kannski dularfullt uppgjör?

Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.




Skoðun

Sjá meira


×