Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 18:43 Enn þurfa NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið en Rutte er nú eini frambjóðandinn til framkvæmdastjóra NATO. Vísir/EPA Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Norðmaðurinn Jens Stoltenberg gegnir núna hlutverki framkvæmdastjóra en törn hans lýkur í október á þessu ári. Þó svo að Rutte sé nú eini frambjóðandinn til embættisins þurfa enn allar NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið. Rutte mun þannig taka við af Stoltenberg viðbrögðum NATO við innrás Rússa í Úkraínu auk þess sem hann þarf að viðhalda sambandi við Bandaríkin. Möguleiki er á því að Donald Trump verði kjörinn forseti landsins í nóvember en hann hefur áður lýst yfir efasemdum um þátttöku Bandaríkjanna í bandalaginu. Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að Rutte og Trump hafi í gegnum tíðina átt í ágætis sambandi og sagði sem dæmi í febrúar á ráðstefnu að „Evrópa ætti að dansa við hvern sem er á gólfinu“. Rutte bauð sig fram til framkvæmdastjóra NATO eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir að ríkisstjórn hans féll síðasta sumar. Eftir að tilkynnt var um arftaka hans í forsætisráðherra embættið í maí gat hann svo einbeitt sér að framboði sínu til framkvæmdastjóra NATO. Stuðningur hans við Úkraínu og langur ferill hans í stjórnmálum í Evrópu er bæði talið hafa skipt miklu máli fyrir tilnefningu hans en lykilríki eins og Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland tilnefndu hann. Þrjú ríki stóðu hjá. Það voru Ungverjaland, Rúmeníu og Tyrkland. Eftir að Rutte ferðaðist til Tyrklands í apríl breyttu Tyrkir afstöðu sinni og Ungverjaland tilkynnti um stuðning á þriðjudag. Rúmenar tilkynntu svo um stuðning sinn eftir að Iohannis dró framboð sitt til baka. Næsta NATO ráðstefna fer fram í Washington í júlí. NATO Holland Bandaríkin Rúmenía Tengdar fréttir Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Norðmaðurinn Jens Stoltenberg gegnir núna hlutverki framkvæmdastjóra en törn hans lýkur í október á þessu ári. Þó svo að Rutte sé nú eini frambjóðandinn til embættisins þurfa enn allar NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið. Rutte mun þannig taka við af Stoltenberg viðbrögðum NATO við innrás Rússa í Úkraínu auk þess sem hann þarf að viðhalda sambandi við Bandaríkin. Möguleiki er á því að Donald Trump verði kjörinn forseti landsins í nóvember en hann hefur áður lýst yfir efasemdum um þátttöku Bandaríkjanna í bandalaginu. Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að Rutte og Trump hafi í gegnum tíðina átt í ágætis sambandi og sagði sem dæmi í febrúar á ráðstefnu að „Evrópa ætti að dansa við hvern sem er á gólfinu“. Rutte bauð sig fram til framkvæmdastjóra NATO eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir að ríkisstjórn hans féll síðasta sumar. Eftir að tilkynnt var um arftaka hans í forsætisráðherra embættið í maí gat hann svo einbeitt sér að framboði sínu til framkvæmdastjóra NATO. Stuðningur hans við Úkraínu og langur ferill hans í stjórnmálum í Evrópu er bæði talið hafa skipt miklu máli fyrir tilnefningu hans en lykilríki eins og Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland tilnefndu hann. Þrjú ríki stóðu hjá. Það voru Ungverjaland, Rúmeníu og Tyrkland. Eftir að Rutte ferðaðist til Tyrklands í apríl breyttu Tyrkir afstöðu sinni og Ungverjaland tilkynnti um stuðning á þriðjudag. Rúmenar tilkynntu svo um stuðning sinn eftir að Iohannis dró framboð sitt til baka. Næsta NATO ráðstefna fer fram í Washington í júlí.
NATO Holland Bandaríkin Rúmenía Tengdar fréttir Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37