Vinkonuhópurinn mætti meðal annars á Midsommar viðburð tískuhúsanna Gina Tricot og Essie á miðvikudagskvöldið. Vinkonurnar hafa verið duglegar að birta myndir á samfélagsmiðlum, meðal annars af strandarferðum sínum.
Birta Líf og Sunneva hafa slegið í gegn með hlaðvarpsþáttunum sínum sem þær kenna við Teboð. Þar taka þær fyrir það helsta í dægurmenningunni. Vinkonur þeirra Magnea og Eva hafa verið álíka duglegar, komið víða við.
Veðrið hefur leikið við vinkonurnar í Króatíu. 37 gráður og sól og ávextir á ströndinni.
Ef Instagram færslurnar sjást ekki er ráð að endurhlaða síðuna.