Króatía

Fréttamynd

Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb

Sjö ára stúlka lét lífið og fimm aðrir nemendur og kennari særðust þegar ungur maður vopnaður hnífi réðst á þau í skóla í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í morgun. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn en hann er sagður hafa gengið inn í skólann og byrjað að stinga börn inn í fyrstu skólastofunni sem hann sá.

Erlent
Fréttamynd

„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“

„Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finn­landi

Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman.

Erlent
Fréttamynd

Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Ís­landi

Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum.

Innlent
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð í rómantísku fríi í Króatíu

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, eru stödd í Split í Króatíu í rómantísku og ævintýralegu fríi.

Lífið
Fréttamynd

Heldur starfi sínu þrátt fyrir von­brigði á EM

Króatíska knattspyrnusambandið fullyrðir að landsliðsþjálfarinn Zlatko Dalic haldi starfi sínu þrátt fyrir að Króatía hafi ollið vonbrigðum á EM og ekki tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Skvísurnar skelltu sér á ströndina

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir, Birta Líf Ólafsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Eva Einarsdóttir eru staddar saman ásamt kærustunum í fríi í Króatíu. Þar hafa þær haft nóg fyrir stafni, líkt og sést á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Brott­fall ungra karla á Ís­landi úr námi hæst í Evrópu

Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 

Innlent
Fréttamynd

„Breytir eigin­lega öllu fyrir mig“

Efasemdir um réttmæti ráðningar Dags Sigurðssonar sem landsþjálfara Króatíu í handbolta eru á bak og burt. Óskabyrjun hans með liðið opnar á möguleika fyrir framhaldið.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur tekur við króatíska lands­liðinu

Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari handboltalandsliðs Króatíu á morgun. Hann verður þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu og á ærið verkefni fyrir höndum í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. 

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land í fimmta sæti í veð­bönkum

Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru.

Lífið
Fréttamynd

Play flýgur til Króatíu

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til strandborgarinnar Split í Króatíu. Fyrsta flug Play til Split verður 28. maí en til stendur að fljúga þangað einu sinni í viku á þriðjudögum yfir sumarmánuðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nærri hundrað fótboltabullur svara fyrir morð í dómsal

Nærri hundrað stuðningsmenn fótboltaliðsins Dynamo Zagreb mættu fyrir dóm í Aþenu, höfuðborgar Grikklands, grunaðir um að eiga þátt í morði á stuðningsmanni fótboltaliðsins AEK Aþenu. Maðurinn var myrtur daginn fyrir leik Dynamo og AEK í Meistaradeildinni sem var frestað í kjölfarið. 

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír

Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír.

Erlent
Fréttamynd

Þjálfari Króata neitaði að greiða atkvæði

Zlatko Dalic, þjálfari króatíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ekki par sáttur með Alþjóða knattspyrnusambandið og þykir brotið á sínum mönnum þegar kemur að því að veitingu viðurkenninga hjá sambandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Króatar taka upp evru

Króatía hefur tekið upp evru og gengið í Schengen-samstarfið, áratug eftir að landið gekk í Evrópusambandið.

Erlent
Fréttamynd

Króatar fara heim með verðlaun annað mótið í röð

Króatía lagði Marokkó að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin leiddu saman hesta sína í leiknum um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla í Doha í Katar í dag. Króatar unnu brons á HM 1998 en Afríkulið hefur aldrei unnið verðlaun á heimsmeistaramóti.

Fótbolti
  • «
  • 1
  • 2