Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 13:46 Í apríl fjölgaði starfandi í ferðaþjónustu milli ára um 350 manns. Vísir/Vilhelm Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira