Sport

Tryggði sér Ólympíusætið og trú­lofaði sig í kjöl­farið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lilly King átti frábæran dag á úrtökumóti bandaríska sundlandsliðsins fyrir ÓL í París.
Lilly King átti frábæran dag á úrtökumóti bandaríska sundlandsliðsins fyrir ÓL í París. Getty/Sarah Stier

Bandaríska sundkonan Lilly King átti eftirminnilegan dag á úrtökumóti bandaríska sundlandsliðsins fyrir komandi Ólympíuleika í París.

Eftir að Lilly tryggði sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu, með því að ná öðru sætinu í 200 metra bringusundi, þá fór kærastinn hennar á skeljarnar þegar hún kom upp úr lauginni.

Kærastinn heitir James Wells og bað hennar á sundlaugabakkanum.

Úrtökumótið fer fram inn í NFL-leikvanginum Lucas Oil Stadium í Indianapolis en þar var sett upp glæsileg sundlaug.

USA Swimming NBC Sports sýndu frá trúlofun þeirra á miðlum sínum.

Hin 27 ára gamla King er einmitt frá Indiana fylki þar sem úrtökumótið fer fram. King var mjög hissa. Hún sagði „guð minn góður“ og setti höndina yfir munninn. Hún sagði að sjálfsögðu já.

Wells var líka sundmaður en þau stunduðu bæði nám við University of Indiana.

Þetta verða þriðju Ólympíuleikar King og hún verðir þar fyrsti bandaríski sundmaðurinn til að keppa bæði í 100 og 200 metra bringusundi á þremur leikum í röð. Hún hefur lýst því yfir að þetta verða hennar síðustu leikar.

King vann tvenn gullverðlaun á ÓL í Ríó en í Tókýó vann hún tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.

Hér fyrir neðan má enn fremur sjá hvernig fótboltaleikvangi var breytt í sundlaug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×