Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 13:01 Borgarstjóri Barcelona tilkynnti um breytinguna í gær. Vísir/EPA Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca. Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca.
Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07