12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 13:05 Sveppirnir frá Flúðasveppum eru mjög vinsælir og góð vara enda mikil eftirspurn eftir sveppunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. 1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa
Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira