Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 22:30 Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt. vísir/Getty Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni. Spánverjar unnu Albani 1-0 og enda með fullt hús stiga - og það án þess að fá á sig mark. Ferran Torres setti boltann í stöngina og inn eftir þræðingar Laporte og Olmo 🇪🇸 pic.twitter.com/qWLUo7No5c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu. Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess. Það var boðið upp á dramatík í leik Króata og Ítala. Modric skráði sig í sögubækur EM er hann varð elsti markaskorari í sögu mótsins, 38 ára og 289 daga gamall.Zaccagni tryggði Ítalíu í 16 liða úrslit með stórglæsilegu skoti en það reyndist síðasta spyrna leiksins 🇮🇹 pic.twitter.com/mYhN2zcNJ8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni. Spánverjar unnu Albani 1-0 og enda með fullt hús stiga - og það án þess að fá á sig mark. Ferran Torres setti boltann í stöngina og inn eftir þræðingar Laporte og Olmo 🇪🇸 pic.twitter.com/qWLUo7No5c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu. Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess. Það var boðið upp á dramatík í leik Króata og Ítala. Modric skráði sig í sögubækur EM er hann varð elsti markaskorari í sögu mótsins, 38 ára og 289 daga gamall.Zaccagni tryggði Ítalíu í 16 liða úrslit með stórglæsilegu skoti en það reyndist síðasta spyrna leiksins 🇮🇹 pic.twitter.com/mYhN2zcNJ8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira