Lífið

Haldin Cher-legri að­dáun á Jökli og fé­lögum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það fór vel á með Jökli í Kaleo og kanónunni Cher. 
Það fór vel á með Jökli í Kaleo og kanónunni Cher. 

Íslenska hljómsveitin Kaleo hitti bandarísku stórstjörnuna Cher á dögunum á tónleikaferðalagi þeirra um Norður Ameríku. Hljómsveitin birti mynd af þeim með tónlistarkonunni á Instgram.

Aðdáun Kaleo og Cher virðist vera gagnkvæm en tónlistarkonan hefur áður tíst á samfélagsmiðlinum X að hún elski lagið þeirra Way Down We Go svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Kaleo verið duglegir að leika ábreiðu af lagi Cher, Bang Bang (My Baby Shot Me Down). Það kom út árið 1966 á plötunni The Sonny Side of Cher. Það var fyrsta lag söngkonunnar sem seldist í yfir milljón eintökum.

Kaleo hitaði upp fyrir Rolling Stones fyrr í mánuðinum í borgunum New York og Philadelphia. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Kaleo hitar upp fyrir Rolling Stones en þeir hituðu meðal annars upp fyrir hljómsveitana árið 2019.

Sem fyrr segir er Kaleo á tónleikaferðalagi um Norður Ameríku og Evrópu sem standa mun allt þetta ár. Þá stefnir hljómsveitin að plötu á næsta ári.

Hér að neðan má sjá flutning Kaleo fyrri tónleika Rolling Stones þann 11. júní í Philadelfia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×