Sumarleg grillveisla að hætti Lindu Ben Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:50 Linda Ben segir fátt jafnast á við góðan mat undir berum himni á ferðalagi um landið. Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á í útilegunni í sumar. Linda segir fátt jafnast á við matarboð á tjaldsvæði undir berum himni í góðum félagsskap. „Sumarleg matarboð eru klárlega í útilegu fyrir mér. Við ferðumst alltaf svo mikið innanlands á sumrin og elskum að elta sólina með hjólhýsið í afturdragi og koma okkur fyrir með góðum vinum á tjaldsvæðum landsins,“ segir Linda. Að sögn Lindu er mikilvægt að hafa matseldina frekar einfalda þegar kemur að ferðalögum. „Ég elska að grilla lambalærisneiðar í marineringunni og bera fram með grilluðu rósakáli, steiktum hvítlaukssveppum og fylltum kartöflum. Sumarleg grillveisla sem er algjört lostæti.“ View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita. Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan. Gerið svo rósakálið og sveppina. Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn. Bakaðar kartöflur „Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott!“ Hráefni: Þrjár stórar bökunarkartöflur Sex sneiðar beikon 50 g smjör 100 g cheddar ostur Einn graslaukur (má sleppa) Aðferð: Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn í eina klukkustund í 200°C heitum ofni eða um eina og hálfa klukkustund á grilli. Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið í bita. Skerið ofan í kartöflurnar og smá hýði af annarri hliðinni og notið skeið til að taka innan úr kartöflunni sem þið setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að skafa innan úr kartöflunni. Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur í ofni í fimmtán mínútur eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk. Grillað rósakál 200 g rósakál U.þ.b. 30 g smjör Smá salt Aðferð: Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk. Steiktir hvítlausksveppir 250 g sveppir Tveir hvítlauksgeirar 30 g smjör Aðferð: Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir. Uppskriftir Grillréttir Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Linda segir fátt jafnast á við matarboð á tjaldsvæði undir berum himni í góðum félagsskap. „Sumarleg matarboð eru klárlega í útilegu fyrir mér. Við ferðumst alltaf svo mikið innanlands á sumrin og elskum að elta sólina með hjólhýsið í afturdragi og koma okkur fyrir með góðum vinum á tjaldsvæðum landsins,“ segir Linda. Að sögn Lindu er mikilvægt að hafa matseldina frekar einfalda þegar kemur að ferðalögum. „Ég elska að grilla lambalærisneiðar í marineringunni og bera fram með grilluðu rósakáli, steiktum hvítlaukssveppum og fylltum kartöflum. Sumarleg grillveisla sem er algjört lostæti.“ View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita. Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan. Gerið svo rósakálið og sveppina. Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn. Bakaðar kartöflur „Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott!“ Hráefni: Þrjár stórar bökunarkartöflur Sex sneiðar beikon 50 g smjör 100 g cheddar ostur Einn graslaukur (má sleppa) Aðferð: Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn í eina klukkustund í 200°C heitum ofni eða um eina og hálfa klukkustund á grilli. Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið í bita. Skerið ofan í kartöflurnar og smá hýði af annarri hliðinni og notið skeið til að taka innan úr kartöflunni sem þið setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að skafa innan úr kartöflunni. Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur í ofni í fimmtán mínútur eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk. Grillað rósakál 200 g rósakál U.þ.b. 30 g smjör Smá salt Aðferð: Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk. Steiktir hvítlausksveppir 250 g sveppir Tveir hvítlauksgeirar 30 g smjör Aðferð: Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir.
Uppskriftir Grillréttir Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið