Milljón í málskostnað út af 50 þúsund kalli Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 25. júní 2024 22:17 Starfsmaðurinn var að brjóta stein með kúbeini þegar hann meiddist í bakinu. Getty Félag hefur í héraði verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 55.675 krónur í vangoldin laun, auk vaxta, vegna tveggja veikindadaga. Nokkru hærri er upphæð málskostnaðar sem félaginu var gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi, eða rúmlega milljón krónur. Forsaga málsins er sú að starfsmaðurinn var ráðinnn í fullt starf hjá félaginu í september 2021. Samkvæmt ráðningarsamningi fór um uppsagnarfrest, orlof, veikindarétt og önnur réttindi og skyldur fari samkvæmt kjarasamningi stéttarfélagsins AFL. Ágreiningur málsins laut að því hvort starfsmaðurinn hefði átt rétt á launum vegna veikinda í tvo daga, 6. og 7. desember 2023. Starfsmaðurinn hafði verið frá vinnu vegna veikinda, nánar til tekið bakverkja, 5. til 13. desember, og fengið greidd laun fyrir allt tímabilið að frátöldum þessum tveimur dögum. Í málinu lá fyrir vottorð frá lækni, sem sýndi fram á óvinnufærni starfsmannsins dagana sem um ræðir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Óumdeilt var í málinu að starfsmaðurinn hafi tilkynnt yfirmanni sínum um veikindi þriðjudaginn 5. desember með skilaboðum á Messenger. Hann gerði það sama daginn eftir, og næsta dag eftir það, dagana 6. og 7. desember. Öllum þessum skilaboðum var svarað með staðfestingu á að skilaboðin hefðu borist. Þann 8. desember sendi starfsmaðurinn einnig veikindatilkynningu, þá á annan yfirmann sinn, sem tjáði honum þá að aðeins hefði borist SMS í svokallað veikindanúmer vinnustaðarins fyrsta daginn, en samkvæmt reglum vinnustaðarins eiga starfsmenn að tilkynna fjarveru við yfirmann sinn símleiðis, en einnig senda SMS í umrætt númer. Séu þeir veikir lengur en í tvo daga verði þeir að framvísa læknisvottorði til launadeildar félagsins. Meiddist við að brjóta steina Starfsmaðurinn sagðist þá aðeins hafa sent númer fyrsta daginn, en ekki aðra daga, þar sem hann ætti aðeins tvo veikindadaga í mánuði. Á móti fékk hann þau svör að skýrt væri í reglum vinnustaðarins hvernig tilkynna ætti veikindi, og að hann hefði undirritað þær reglur. Þann sama dag, 8. desember, fékk starfsmaðurinn tíma hjá lækni sem skrifaði upp á áðurnefnt vottorð fyrir hann. Fyrir dómi sagðist starfsmaðurinn hafa meiðst í baki við störf sín, þegar hann var að brjóta steina með kúbeini, og þess vegna orðið óvinnufær áðurgreint tímabil. Hann kannaðist við að hafa skrifað undir veikindareglurnar á sínum tíma, en sagðist hafa skilið þær sem svo að ef hann væri veikur í fleiri en tvo daga þyrfti hann aðeins að útvega læknisvottorð, en ekki tilkynna veikindin símleiðis og með SMS-skilaboðum daglega líkt og reglurnar kváðu á um. Reglurnar ekki íþyngjandi að mati fyrirtækisins Félagið mótmælti því að reglurnar sem um ræðir væru íþyngjandi fyrir starfsmenn sína, og sagði þær þvert á móti ívilnandi; enda væri það réttur vinnuveitenda að krefjast læknisvottorðs strax á fyrsta degi veikinda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði tilkynnt veikindi sín með fullnægjandi hætti, en bent er á í dómnum að þessar sérstöku vinnureglur voru teknar upp árið 2014, en ekki var minnst á þær þegar starfsmaðurinn gerði ráðningarsamning árið 2021. Sögðu læknisvottorðið ekki fylgja reglum Þá vildi fyrirtækið meina að læknir starfsmannsins hefði ekki fylgt settum reglum við gerð vottorðsins vegna þess að læknisskoðun fór ekki fram fyrr en 8. desember. Því hafði vottorðið ekki sönnunargildi í málinu, að mati fyrirtækisins. Í niðurstöðukafla dómsins segir að lýsing starfsmannsins á veikindunum fyrir dómi hafi verið trúverðug, en hann sagðist hafa hringt í heilsugæsluna 7. desember og ekki fengið tíma fyrr en daginn eftir. Þá staðfesti læknirinn vottorð sitt við meðferð málsins. Í vottorðinu var fyrirtækinu vakin athygli á því að ef óskað væri eftir frekari upplýsingum um veikindin skyldi fyrirtækið snúa sér að lækninum. Það gerði fyrirteækið ekki, og leitaði ekki annarra „læknisfræðilegra“ ráða til að fá vottorðinu hnekkt. Því ákvað dómurinn að leggja vottirðið til grundvallar í málinu, sem var því til sönnunar að starfsmaðurinn ætti rétt á greiðslu fullra launa í veikindunum 6. og 7. desember. Líkt og áður segir er fyrirtækinu gert að greiða starfsmanninum tæplega 56 þúsund krónur. Þá þarf það einnig að greiða honum rétt rúma milljón í málskostnað. Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Forsaga málsins er sú að starfsmaðurinn var ráðinnn í fullt starf hjá félaginu í september 2021. Samkvæmt ráðningarsamningi fór um uppsagnarfrest, orlof, veikindarétt og önnur réttindi og skyldur fari samkvæmt kjarasamningi stéttarfélagsins AFL. Ágreiningur málsins laut að því hvort starfsmaðurinn hefði átt rétt á launum vegna veikinda í tvo daga, 6. og 7. desember 2023. Starfsmaðurinn hafði verið frá vinnu vegna veikinda, nánar til tekið bakverkja, 5. til 13. desember, og fengið greidd laun fyrir allt tímabilið að frátöldum þessum tveimur dögum. Í málinu lá fyrir vottorð frá lækni, sem sýndi fram á óvinnufærni starfsmannsins dagana sem um ræðir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Óumdeilt var í málinu að starfsmaðurinn hafi tilkynnt yfirmanni sínum um veikindi þriðjudaginn 5. desember með skilaboðum á Messenger. Hann gerði það sama daginn eftir, og næsta dag eftir það, dagana 6. og 7. desember. Öllum þessum skilaboðum var svarað með staðfestingu á að skilaboðin hefðu borist. Þann 8. desember sendi starfsmaðurinn einnig veikindatilkynningu, þá á annan yfirmann sinn, sem tjáði honum þá að aðeins hefði borist SMS í svokallað veikindanúmer vinnustaðarins fyrsta daginn, en samkvæmt reglum vinnustaðarins eiga starfsmenn að tilkynna fjarveru við yfirmann sinn símleiðis, en einnig senda SMS í umrætt númer. Séu þeir veikir lengur en í tvo daga verði þeir að framvísa læknisvottorði til launadeildar félagsins. Meiddist við að brjóta steina Starfsmaðurinn sagðist þá aðeins hafa sent númer fyrsta daginn, en ekki aðra daga, þar sem hann ætti aðeins tvo veikindadaga í mánuði. Á móti fékk hann þau svör að skýrt væri í reglum vinnustaðarins hvernig tilkynna ætti veikindi, og að hann hefði undirritað þær reglur. Þann sama dag, 8. desember, fékk starfsmaðurinn tíma hjá lækni sem skrifaði upp á áðurnefnt vottorð fyrir hann. Fyrir dómi sagðist starfsmaðurinn hafa meiðst í baki við störf sín, þegar hann var að brjóta steina með kúbeini, og þess vegna orðið óvinnufær áðurgreint tímabil. Hann kannaðist við að hafa skrifað undir veikindareglurnar á sínum tíma, en sagðist hafa skilið þær sem svo að ef hann væri veikur í fleiri en tvo daga þyrfti hann aðeins að útvega læknisvottorð, en ekki tilkynna veikindin símleiðis og með SMS-skilaboðum daglega líkt og reglurnar kváðu á um. Reglurnar ekki íþyngjandi að mati fyrirtækisins Félagið mótmælti því að reglurnar sem um ræðir væru íþyngjandi fyrir starfsmenn sína, og sagði þær þvert á móti ívilnandi; enda væri það réttur vinnuveitenda að krefjast læknisvottorðs strax á fyrsta degi veikinda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði tilkynnt veikindi sín með fullnægjandi hætti, en bent er á í dómnum að þessar sérstöku vinnureglur voru teknar upp árið 2014, en ekki var minnst á þær þegar starfsmaðurinn gerði ráðningarsamning árið 2021. Sögðu læknisvottorðið ekki fylgja reglum Þá vildi fyrirtækið meina að læknir starfsmannsins hefði ekki fylgt settum reglum við gerð vottorðsins vegna þess að læknisskoðun fór ekki fram fyrr en 8. desember. Því hafði vottorðið ekki sönnunargildi í málinu, að mati fyrirtækisins. Í niðurstöðukafla dómsins segir að lýsing starfsmannsins á veikindunum fyrir dómi hafi verið trúverðug, en hann sagðist hafa hringt í heilsugæsluna 7. desember og ekki fengið tíma fyrr en daginn eftir. Þá staðfesti læknirinn vottorð sitt við meðferð málsins. Í vottorðinu var fyrirtækinu vakin athygli á því að ef óskað væri eftir frekari upplýsingum um veikindin skyldi fyrirtækið snúa sér að lækninum. Það gerði fyrirteækið ekki, og leitaði ekki annarra „læknisfræðilegra“ ráða til að fá vottorðinu hnekkt. Því ákvað dómurinn að leggja vottirðið til grundvallar í málinu, sem var því til sönnunar að starfsmaðurinn ætti rétt á greiðslu fullra launa í veikindunum 6. og 7. desember. Líkt og áður segir er fyrirtækinu gert að greiða starfsmanninum tæplega 56 þúsund krónur. Þá þarf það einnig að greiða honum rétt rúma milljón í málskostnað.
Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira