Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Í þetta skiptið eru það eldbakaðar pizzur. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan
Pizzasamloka
- 1 pizzadeig (gott að skipta í tvennt)
- hvítlauksolía
- 1 Auður ostur
- 1 box Mortadella
- 1 krukka ætiþystlar
- 1 pakki konfekt tómatar
- 50 gr rucola salat
- ferskt basil
Aðferð
Fletjið út deigið og notið hveiti til að það festist ekki við borðplötuna. Penslið með hvítlauksolíu. Skerið Auði í sneiðar, leggið ostsneiðarnar á aðra hliðina á botninum. Lokið hálfmánanum og bakið, munið að snúa reglulega Þegar deigið er bakað skaltu opna hálfmánann og fylla með mortadella, ætiþystlum,rucola, basil og tómötum.

Margarita
- 1 pizzadeig (gott að skipta í tvennt)
- Mutti pizzasósa
- 1 kubbur íslenskur mozzarella ostur
- ferskt basil
Aðferð
Fletjið út deigið og notið hveiti til að það festist ekki við borðplötuna. Dreifið sósu á botninn og því næst skaltu rífa mozzarella yfir og dreifa jafnt. Bakið pizzuna og rífið síðan nokkur basillauf á toppinn, kryddið með salti og pipar.

Pepperoni
- 1 pizzadeig (gott að skipta í tvennt)
- Mutti pizzasósa
- 1 kubbur íslenskur mozzarella ostur
- 1 poki pizzaostur
- 1 box Krónan ódýrt pepperoni
Aðferð
Fletjið út deigið og notið hveiti til að það festist ekki við borðplötuna. Dreifið sósu á botninn og því næst skaltu rífa mozzarella yfir og dreifa jafnt. Dreifðu pizzaosti ofan á mozzarellaostinn og dreifðu pepperonisneiðum að vild yfir. Bakið pizzuna og munið að snúa nógu oft þannig að hún brenni ekki.

Helvítis pizza
- 1 pizzadeig (gott að skipta í tvennt)
- Mutti pizzasósa
- 1 kubbur íslenskur mozzarella ostur
- 1 Tariello salsiccia picante
- 1 Ljótur gráðostur
- 1 laukur
- hvítlauksolía
Aðferð
Fletjið út deigið og notið hveiti til að það festist ekki við borðplötuna. Dreifið sósu á botninn og því næst skaltu rífa mozzarella yfir og dreifa jafnt. Klíptu salciccia picante yfir í litlum molum, settu svo lauk og gráðost á toppinn. Bakið pizzuna og penslið enda með hvítlauksolíu eftir bakstur.

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem kennir ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og koma þeir inn vikulega.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.