Lífið

Söngvari Crazy Town látinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hér er söngvarinn að syngja með hljómsveitinni á Hell And Heaven tónlistarhátíðinni árið 2020.
Hér er söngvarinn að syngja með hljómsveitinni á Hell And Heaven tónlistarhátíðinni árið 2020. Vísir/Getty

Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök.

Fjallað er um málið á vef Variety. Hljómsveitin Crazy Town er hvað þekktust fyrir lagið Butterfly sem kom út árið 2000. Lagið var á plötunni Gift of Game en hljómsveitin túraði með hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers í kjölfar útgáfunnar.

Hljómsveitin blandaði saman rappi og rokki og er textinn „Come my lady, come-come my lady, You’re my butterfly, sugar baby“ í laginu Butterfly mörgum vel þekktur. Lagið var á toppi Billboard listans í tvær vikur og var vinsælasta lag hljómsveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.