Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:22 Travis Kelce og Taylor Swift virðast ástfangin upp fyrir haus. Ezra Shaw/Getty Images Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. „Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“ Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“
Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira