Lífið

Vilt þú taka fjár­málin þín í gegn?

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Nathalia B. Tómasdóttir, kynningarfulltrúi, og Stefán Þorvarðarson, gagnaverkfræðingur, voru þátttakendur í fyrstu þáttaröðinni af Viltu finna milljón. Nú er ný sería að fara af stað.
Nathalia B. Tómasdóttir, kynningarfulltrúi, og Stefán Þorvarðarson, gagnaverkfræðingur, voru þátttakendur í fyrstu þáttaröðinni af Viltu finna milljón. Nú er ný sería að fara af stað. Stöð 2

Hinir geysivinsælu þættir Viltu finna milljón? sem eru í umsjón Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og Arnars Þórs Ólafssonar, hefja göngu sína á ný á Stöð 2 í vetur. 

Í þáttunum keppast pör og fjölskyldur við að taka fjármálin sín í gegn og stendur eitt par eftir sem sigurvegari. Í fimm mánuði fá þátttakendur ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhaginn sinn og búa til góðar venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálum. 

Það par sem nær að spara og auka tekjur sínar mest á tímabilinu stendur uppi sem sigurvegari og fær eina milljón að launum. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að tala opinskátt um fjármálin sín og leyfa þáttastjórnendum að fara yfir öll fjárhagsleg gögn.

Umsóknarfrestur rennur út 11. ágúst 2024. 

Hægt er að sækja um hér.

Fyrri þáttaröð hóf göngu sína í byrjun árs. Rætt var við Hrefnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í febrúar síðastliðinn um þættina. Brot má sjá úr innslaginu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sigurvegararnir 6,5 milljónum ríkari eftir fimm mánuði

Í lokaþættinum af Viltu finna milljón kom í ljós hvaða par hafði unnið keppnina. Í þáttunum var fylgst með þremur pörum yfir fimm mánaða skeið og fylgst með hvernig þau tóku til í heimilisbókhaldinu á þeim tíma.

Reyndust vera með 26 greiðsludreifingar

Fjallað er um fjárhag hjónanna Nathaliu B. Tómasdóttur, kynningarfulltrúa, og Stefáns Þorvarðarsonar, gagnaverkfræðings, í þáttunum Viltu finna milljón en í fyrsta þættinum í síðustu viku kom í ljós að samanlagt eru hjónin með 1.028.405 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði.

Skulda 107 milljónir

Hjónin Nathalia B. Tómasdóttir, kynningarfulltrúi, og Stefán Þorvarðarson, gagnaverkfræðingur eru þátttakendur í nýjum þáttum á Stöð 2 sem nefnast Viltu finna milljón?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.