Við hefjum leik í sænska boltanum þar sem Örebro tekur á móti Häcken klukkan 16:50 á Vodafone Sport á'ur en Besta-deild kvenna tekur við keflinu.
Klukkan 17:50 hefjast beinar útsendingar frá tveimur leikjum í Bestu-deild kvenna, en á Stöð 2 Sport mætast Víkingur og Stjarnan og á Stöð 2 Sport 5 eigast FH og Tindastóll við.
Klukkan 20:00 er svo komið að Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.
Viðureign Orioles og Guardians í MLB-deildinni í hafnarbolta lokar svo dagskránni frá klukkan 22:30 á Vodafone Sport.