Veður

Hæg­viðri og lítils­háttar skúrir

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það verður líklega blíða á Egilsstöðum í dag.
Það verður líklega blíða á Egilsstöðum í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að við það þykkni upp fyrir norðan og fari að rigna á Norðaustur- og Austurlandi.

Þá verður bjart með köflum sunnanlands, en stöku síðdegisskúrir þar. Hiti verður frá sex stigum við norðausturströndina að 17 stigum syðst.

Nánar á vef Veðurstofunnar. Færð vega og vegaframkvæmdir er hægt að fá upplýsingar um á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðan 5-10 m/s. Skýjað og dálítil súld á Norðurlandi, en rigning austanlands og bætir í vind þar um kvöldið. Bjartviðri sunnan heiða, en stöku skúrir. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á föstudag:

Norðvestan 8-15, hvassast með austurströndinni. Rigning á Norður- og Austurlandi, en bjart með köflum um landið sunnan- og vestanvert. Hiti frá 5 stigum fyrir norðan, upp í 15 stig syðst.

Á laugardag:

Vestan 5-13 og víða þurrt og bjart veður, en rigning eða súld austantil. Hiti frá 7 stigum norðaustanlands að 20 stigum á Suðausturlandi.

Á sunnudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjartviðri en fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast suðvestantil.

Á mánudag:

Vestlæg eða breytileg átt og líkur á vætu í flestum landshlutum. Hiti 10 til 17 stig.

Á þriðjudag:

Fremur hæg suðlæg átt og skúrir á víð og dreif. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×