Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 08:09 Landsréttur vill halda Pétri Jökli í haldi. Vísir Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira