Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsisdóm Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. júní 2024 13:02 Gummi var dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að keyra próflaus. Einkaþjálfarinn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Dóminn fékk Guðmundur Emil fyrir að keyra próflaus. Þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Hvert varstu að fara þegar þú varst stöðvaður af lögreglunni? „Ég þurfti að hitta ráðgjafa vegna þjálfunar í Keflavík, annars hjóla ég allt í bænum.“ Heldur þú að þú fáir bílprófið einhvern tímann aftur? „Já klárlega. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég mun ekki brjóta lög og reglur aftur þar sem þær eru gerðar til þess að halda uppi samfélaginu.“ Bolina hannaði Hlynur Hákonarson fatahönnuður. Tekur einn dag í einu Gummi hefur ekki setið auðum höndum eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hann hefur hafið sölu á stuttermabolum til að eiga fyrir málskostnaðinum auk þess sem hann hefur samið stutt lag um athæfið. „Mér finnst gott að tjá mínar upplifanir og túlkun á heiminum í gegnum list,“ segir Gummi og segir aðspurður alla vita að hann semji tónlist. Hvernig líður þér eftir dóminn? „Sjaldan liðið betur. Ég finn bara fyrir miklum stuðning meðal minna nánustu og þó svo að á móti blási er fókusinn á lási. Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og gera það besta fyrir mig. Það verða alltaf hindranir en ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Þá getur þú orðið veikur. Ef þú ert reiður, leiður og kvíðinn ertu að skapa þér leiðinlegan heim. En ef þú lifir í þakklæti og kærleika og tæklar hlutina í einlægni skapar þú þér fallegan heim. Þú sjálfur ert skapari og stjórnandi í eigin lífi og skapar fallegan veruleika. Það skiptir máli að gera það besta núna og taka einn dag í einu.“ Lagið stutta má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: Gummi Emil Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Guðmundur tjáði Vísi í gær að hann reiknaði með því að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Sjá meira
Dóminn fékk Guðmundur Emil fyrir að keyra próflaus. Þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Hvert varstu að fara þegar þú varst stöðvaður af lögreglunni? „Ég þurfti að hitta ráðgjafa vegna þjálfunar í Keflavík, annars hjóla ég allt í bænum.“ Heldur þú að þú fáir bílprófið einhvern tímann aftur? „Já klárlega. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég mun ekki brjóta lög og reglur aftur þar sem þær eru gerðar til þess að halda uppi samfélaginu.“ Bolina hannaði Hlynur Hákonarson fatahönnuður. Tekur einn dag í einu Gummi hefur ekki setið auðum höndum eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hann hefur hafið sölu á stuttermabolum til að eiga fyrir málskostnaðinum auk þess sem hann hefur samið stutt lag um athæfið. „Mér finnst gott að tjá mínar upplifanir og túlkun á heiminum í gegnum list,“ segir Gummi og segir aðspurður alla vita að hann semji tónlist. Hvernig líður þér eftir dóminn? „Sjaldan liðið betur. Ég finn bara fyrir miklum stuðning meðal minna nánustu og þó svo að á móti blási er fókusinn á lási. Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og gera það besta fyrir mig. Það verða alltaf hindranir en ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Þá getur þú orðið veikur. Ef þú ert reiður, leiður og kvíðinn ertu að skapa þér leiðinlegan heim. En ef þú lifir í þakklæti og kærleika og tæklar hlutina í einlægni skapar þú þér fallegan heim. Þú sjálfur ert skapari og stjórnandi í eigin lífi og skapar fallegan veruleika. Það skiptir máli að gera það besta núna og taka einn dag í einu.“ Lagið stutta má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: Gummi Emil Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Guðmundur tjáði Vísi í gær að hann reiknaði með því að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu.
Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Sjá meira
Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46