Ferðaþjónustan þurfi að hætta þessu væli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 15:05 Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar telur að ferðaþjónustan þurfi ekki endilega á markaðsátaki í boði skattgreiðenda að halda. Í rauninni þurfi hún bara að „hætta þessu væli“. Vísir Framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir ekki sjálfsagt að almenningur greiði undir markaðsherferðir fyrir Ísland sem ferðamannastað. Nú sé ekki rétti tíminn til að hrinda af stað markaðsherferð fyrir Ísland heldur komast að því hver ástæða samdráttarins sé. Umræða um alvarlega stöðu ferðaþjónustunni hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Ísland væri nánast að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur nú tjáð að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. Fann flug og gistingu í viku á 160 þúsund Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar var viðmælandi í Bítinu í dag en hún segir ekki sjálfsagt að almenningur þurfi að borga undir markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Ísland. Fjöldi ferðamanna komi hingað á ári og 27 flugfélög fljúgi til og frá landinu. „Mér finnst tími til að ferðaþjónustan líti inn á við,“ segir Þórunn og að innviðir landsins þurfi á peningum að halda, frekar en markaðssetning fyrir ferðaþjónustuna. „Þannig að það að fara í eitthvað átak í markaðssetningu núna í byrjun júlí er að mínu mati bara rugl, það er bara verið að henda peningum.“ Af hverju? „Af því að þú ert ekki að fara að gera neitt stórt núna. Það sem vantar í ferðaþjónustuna er að það sé gert eitthvað langtímamarkmið.“ Þórunn bendir á að Íslandsstofa sé á fjárlögum og þar eigi að vera stöðug vinna við að styðja við ferðaþjónustuna. Að nokkrum farþegum fækki tímabundið ætti að mati Þórunnar ekki að vera áhyggjuefni. Áhyggjurnar liggi helst í að rannsaka hvers vegna ferðamennirnir séu ekki að koma. Íslandsstofa geti rannsakað hvers vegna markaðir séu að hverfa úr íslensku ferðaþjónustunni, til dæmis með því að kanna ferðaskrifstofurnar. Hún bendir á að 67 prósent Íslandsferða frá Ameríku séu seldar í gegnum ferðaskrifstofur. „Ég kíkti nú bara í morgun á Xpedia, vikuferð frá New York til Íslands kostar ekki nema 159 þúsund. Það er 25 prósent afsláttur núna,“ segir Þórunn, og að í pakkanum sé flug og gisting. Mögulega sé eitthvað annað en há verð sem veldur þessum samdrætti, og það sé ferðaþjónustunnar að kanna. „Þannig að mér finnst ekkert sjálfsagt að við almenningur eigum að fara að borga markaðssetningu,“ segir Þórunn. Örvæntingarfullt og skortir langtímahugsun Hún segir að til séu ýmsar leiðir til að kanna af hverju ferðamönnum frá ákveðnum löndum hefur fækkað. Rétta leiðin sé ekki að rjúka til og biðja um pening í markaðsherferð. „Mér finnst þetta örvæntingarfullt og vantar langtímahugsun. Ég vil frekar styrkja eldri borgara til að komast í sólina til Tenerife með skattpeningunum mínum, til dæmis.“ Það hafi Skandinavíubúar til dæmis gert með góðum árangri fyrir fólkið og skattkerfið. Þórunn segir Samtök Ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, og þann gríðarlega fjölda fyrirtækja sem hafa hag af ferðamönnum vera í stakk búin til að takast á við þessa fækkun. „Það þarf ekki neinn ríkisrekstur í þetta að mínu mati. Okkur vantar að laga innviðina. Og ef við lögum innviðina, þá kemur hitt,“ segir Þórunn og nefnir vegagerð og heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég man alveg þá daga sem ferðamenn komu hingað bara þrjá mánuði á ári. Og það var ekki grenjað svona mikið þá eins og við heyrum í dag. Ég er bara að segja við greinina, vinnið í ykkar málum.“ Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Umræða um alvarlega stöðu ferðaþjónustunni hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Ísland væri nánast að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur nú tjáð að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. Fann flug og gistingu í viku á 160 þúsund Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar var viðmælandi í Bítinu í dag en hún segir ekki sjálfsagt að almenningur þurfi að borga undir markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Ísland. Fjöldi ferðamanna komi hingað á ári og 27 flugfélög fljúgi til og frá landinu. „Mér finnst tími til að ferðaþjónustan líti inn á við,“ segir Þórunn og að innviðir landsins þurfi á peningum að halda, frekar en markaðssetning fyrir ferðaþjónustuna. „Þannig að það að fara í eitthvað átak í markaðssetningu núna í byrjun júlí er að mínu mati bara rugl, það er bara verið að henda peningum.“ Af hverju? „Af því að þú ert ekki að fara að gera neitt stórt núna. Það sem vantar í ferðaþjónustuna er að það sé gert eitthvað langtímamarkmið.“ Þórunn bendir á að Íslandsstofa sé á fjárlögum og þar eigi að vera stöðug vinna við að styðja við ferðaþjónustuna. Að nokkrum farþegum fækki tímabundið ætti að mati Þórunnar ekki að vera áhyggjuefni. Áhyggjurnar liggi helst í að rannsaka hvers vegna ferðamennirnir séu ekki að koma. Íslandsstofa geti rannsakað hvers vegna markaðir séu að hverfa úr íslensku ferðaþjónustunni, til dæmis með því að kanna ferðaskrifstofurnar. Hún bendir á að 67 prósent Íslandsferða frá Ameríku séu seldar í gegnum ferðaskrifstofur. „Ég kíkti nú bara í morgun á Xpedia, vikuferð frá New York til Íslands kostar ekki nema 159 þúsund. Það er 25 prósent afsláttur núna,“ segir Þórunn, og að í pakkanum sé flug og gisting. Mögulega sé eitthvað annað en há verð sem veldur þessum samdrætti, og það sé ferðaþjónustunnar að kanna. „Þannig að mér finnst ekkert sjálfsagt að við almenningur eigum að fara að borga markaðssetningu,“ segir Þórunn. Örvæntingarfullt og skortir langtímahugsun Hún segir að til séu ýmsar leiðir til að kanna af hverju ferðamönnum frá ákveðnum löndum hefur fækkað. Rétta leiðin sé ekki að rjúka til og biðja um pening í markaðsherferð. „Mér finnst þetta örvæntingarfullt og vantar langtímahugsun. Ég vil frekar styrkja eldri borgara til að komast í sólina til Tenerife með skattpeningunum mínum, til dæmis.“ Það hafi Skandinavíubúar til dæmis gert með góðum árangri fyrir fólkið og skattkerfið. Þórunn segir Samtök Ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, og þann gríðarlega fjölda fyrirtækja sem hafa hag af ferðamönnum vera í stakk búin til að takast á við þessa fækkun. „Það þarf ekki neinn ríkisrekstur í þetta að mínu mati. Okkur vantar að laga innviðina. Og ef við lögum innviðina, þá kemur hitt,“ segir Þórunn og nefnir vegagerð og heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég man alveg þá daga sem ferðamenn komu hingað bara þrjá mánuði á ári. Og það var ekki grenjað svona mikið þá eins og við heyrum í dag. Ég er bara að segja við greinina, vinnið í ykkar málum.“
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46