Uppgjör, viðtöl og myndir: KR - Fylkir 2-2 | Áfram heldur Pálmi Rafn að gera jafntefli Andri Már Eggertsson skrifar 27. júní 2024 21:04 Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, með boltann í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR og Fylkir skildu jöfn í Vesturbænum. Heimamenn voru yfir í hálfleik en síðari hálfleikur var frábær skemmtun en niðurstaðan 2-2 jafntefli. Þetta var annar leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og báðir leikirnir hafa endað með jafntefli. Aron Sigurðarson, leikmaður KR, lagði upp tvö mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Leiðinlegasta byrjun á knattspyrnuleik í Bestu deild karla í ár var sennilega í leiknum í kvöld. Hvorugt liðið gerði nokkurn skapaðan hlut fyrstu tuttugu mínúturnar og um leið og annað liðið var við það að komast á síðasta þriðjung þá tapaðist boltinn. Eftir fyrstu tuttugu mínúturnar fóru bæði lið að reyna óþolinmóð skot langt fyrir utan teig án árangurs. KR krakkar hlaupa á vellinumVísir/Pawel Cieslikiewicz Eins og þruma úr heiðskíru lofti skoruðu heimamenn á 37. mínútu. Aron Sigurðarson átti frábæra sendingu fyrir markið á Kristján Flóka Finnbogason sem skallaði boltann af stuttu færi. Staðan í hálfleik var 1-0. Byrjunin á síðari hálfleik var gjörólík byrjuninni á fyrri hálfleik. KR byrjaði með látum og fékk færi en gestirnir jöfnuðu leikinn. Birkir Eyþórsson átti laglega sendingu inn í teig þar sem Þóroddur Víkingsson stakk sér á milli varnarmanna KR og skoraði. Heimamenn fagna markiVísir/Pawel Cieslikiewicz Fylkismenn voru ennþá að fagna jöfnunarmarkinu þegar Kristján Flóki skoraði annað mark KR. Kristján Flóki skallaði fyrirgjöf Arons í markið. Sama uppskrift og í fyrsta marki heimamanna. KR - Fylkir Besta Deild Karla Sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nikulás Val Gunnarsson jafnaði leikinn á 72. mínútu. Ómar Björn Stefánsson lék á Birgi Stein Styrmisson renndi boltanum fyrir markið og Nikulás náði að renna sér á boltann og skoraði. Einbeiting Fylkis var betri í þetta skipti og KR-ingum tókst ekki að jafna mínútu síðar. Niðurstaðan 2-2 jafntefli. Fylkismenn voru ánægðir með stigiðVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Orri Sveinn Segatta slapp við að fá sitt seinna gula spjald eftir að hann straujaði Aron Sigurðarson á miðjum velli. Eftir það var augnablikið með Fylki og gestirnir jöfnuðu tveimur mínútum síðar. Stjörnur og skúrkar Kristján Flóki Finnbogason og Aron Sigurðarson voru að tengja virkilega vel saman. Kristján Flóki skoraði bæði mörk KR með skalla eftir fyrirgjöf frá Aroni. Fylkismenn voru ennþá að fagna jöfnunarmarkinu þegar KR fór hinum megin og komst aftur yfir. Mark KR var mjög einfalt og leikmenn Fylkis voru einfaldlega ekki með kveikt á perunni. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leik kvöldsins. Sigurður og dómarateymið fá 3 í einkunn. Flaggið fór fimm sinnum á loft hjá KR-ingum í fyrri hálfleik og nokkur atvik voru nokkuð vafasöm og heimamenn voru orðnir pirraðir á aðstoðardómaranum. Orri Sveinn Segatta á gulu spjaldi að tækla Aron SigurðarsonVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var gjörsamlega með ólíkindum að Sigurður hafi ekki gefið Orra Svein Segatta seinna gula spjaldið þegar hann straujaði Aron Sigurðarson niður á miðjum velli. Sigurður virtist ætla að gefa honum spjald fyrst en það var eins og að hann hafi fattað að Orri væri á gulu spjaldi og hætti við. Orri Sveinn Segatta á gulu spjaldi að tækla Aron SigurðarsonVísir/Pawel Cieslikiewicz Aron Sigurðarson, leikmaður KR, fann vel fyrir þessar tæklinguVísir/Pawel Cieslikiewicz Stemning og umgjörð Stuðningsmenn eru ekki betri en hráefnið leyfir. Leikurinn fór ansi rólega af stað og það sama má segja um stuðningsmenn beggja liða. KR heiðraði 5. fl. kvenna í hálfleik þar sem stelpurnar unnu TM mótið í Vestmannaeyjum. „Við vorum hvorki slakir né góðir“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var nokkuð sáttur með liðið eftir 2-2 jafntefli gegn KR á Meistaravöllum. „Takk fyrir að minna mig á það. Þetta var mjög gott stig og mér fannst við vera betri aðilinn í þessum leik. Þeir fengu tvö ókeypis mörk að mínu viti. Það var ótrúlega gott hjá okkur að koma til baka og halda þeim í skefjum,“ sagði Rúnar Páll aðspurður hvort hann væri ánægður með fyrsta stig Fylkis á útivelli á tímabilinu. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörk KR með skalla og Rúnar var ekki sáttur með varnarleik liðsins í þeim mörkum. „Fyrsta markið fannst mér frekar lélegt. Við vorum með tvo stóra hafsenta inn í teignum sem áttu að taka boltann en gerðu það ekki. Við höfum rætt þetta margoft en samt fáum við á okkur svona mörk. Seinna markið var 40 metra sending inn á markteig og annað hvort á markmaðurinn að taka þetta eða varnarmaðurinn. Þetta var allt of auðvelt og þeir fengu ekki mörg færi en samt skoruðu þeir tvö mörk.“ Eftir að Fylkir jafnaði 2-2 hótaði KR þriðja markinu og Rúnar var ánægður með að hans menn hafi ekki fengið á sig þriðja markið. „Við vorum á erfiðum útivelli og við höfum oft farið að pressa þegar við lendum undir og fengið á okkur mörk en við biðum og vorum rólegir. Sem mér fannst allt í lagi og við vorum hvorki slakir né góðir. Besta deild karla KR Fylkir
KR og Fylkir skildu jöfn í Vesturbænum. Heimamenn voru yfir í hálfleik en síðari hálfleikur var frábær skemmtun en niðurstaðan 2-2 jafntefli. Þetta var annar leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og báðir leikirnir hafa endað með jafntefli. Aron Sigurðarson, leikmaður KR, lagði upp tvö mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Leiðinlegasta byrjun á knattspyrnuleik í Bestu deild karla í ár var sennilega í leiknum í kvöld. Hvorugt liðið gerði nokkurn skapaðan hlut fyrstu tuttugu mínúturnar og um leið og annað liðið var við það að komast á síðasta þriðjung þá tapaðist boltinn. Eftir fyrstu tuttugu mínúturnar fóru bæði lið að reyna óþolinmóð skot langt fyrir utan teig án árangurs. KR krakkar hlaupa á vellinumVísir/Pawel Cieslikiewicz Eins og þruma úr heiðskíru lofti skoruðu heimamenn á 37. mínútu. Aron Sigurðarson átti frábæra sendingu fyrir markið á Kristján Flóka Finnbogason sem skallaði boltann af stuttu færi. Staðan í hálfleik var 1-0. Byrjunin á síðari hálfleik var gjörólík byrjuninni á fyrri hálfleik. KR byrjaði með látum og fékk færi en gestirnir jöfnuðu leikinn. Birkir Eyþórsson átti laglega sendingu inn í teig þar sem Þóroddur Víkingsson stakk sér á milli varnarmanna KR og skoraði. Heimamenn fagna markiVísir/Pawel Cieslikiewicz Fylkismenn voru ennþá að fagna jöfnunarmarkinu þegar Kristján Flóki skoraði annað mark KR. Kristján Flóki skallaði fyrirgjöf Arons í markið. Sama uppskrift og í fyrsta marki heimamanna. KR - Fylkir Besta Deild Karla Sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nikulás Val Gunnarsson jafnaði leikinn á 72. mínútu. Ómar Björn Stefánsson lék á Birgi Stein Styrmisson renndi boltanum fyrir markið og Nikulás náði að renna sér á boltann og skoraði. Einbeiting Fylkis var betri í þetta skipti og KR-ingum tókst ekki að jafna mínútu síðar. Niðurstaðan 2-2 jafntefli. Fylkismenn voru ánægðir með stigiðVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Orri Sveinn Segatta slapp við að fá sitt seinna gula spjald eftir að hann straujaði Aron Sigurðarson á miðjum velli. Eftir það var augnablikið með Fylki og gestirnir jöfnuðu tveimur mínútum síðar. Stjörnur og skúrkar Kristján Flóki Finnbogason og Aron Sigurðarson voru að tengja virkilega vel saman. Kristján Flóki skoraði bæði mörk KR með skalla eftir fyrirgjöf frá Aroni. Fylkismenn voru ennþá að fagna jöfnunarmarkinu þegar KR fór hinum megin og komst aftur yfir. Mark KR var mjög einfalt og leikmenn Fylkis voru einfaldlega ekki með kveikt á perunni. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leik kvöldsins. Sigurður og dómarateymið fá 3 í einkunn. Flaggið fór fimm sinnum á loft hjá KR-ingum í fyrri hálfleik og nokkur atvik voru nokkuð vafasöm og heimamenn voru orðnir pirraðir á aðstoðardómaranum. Orri Sveinn Segatta á gulu spjaldi að tækla Aron SigurðarsonVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var gjörsamlega með ólíkindum að Sigurður hafi ekki gefið Orra Svein Segatta seinna gula spjaldið þegar hann straujaði Aron Sigurðarson niður á miðjum velli. Sigurður virtist ætla að gefa honum spjald fyrst en það var eins og að hann hafi fattað að Orri væri á gulu spjaldi og hætti við. Orri Sveinn Segatta á gulu spjaldi að tækla Aron SigurðarsonVísir/Pawel Cieslikiewicz Aron Sigurðarson, leikmaður KR, fann vel fyrir þessar tæklinguVísir/Pawel Cieslikiewicz Stemning og umgjörð Stuðningsmenn eru ekki betri en hráefnið leyfir. Leikurinn fór ansi rólega af stað og það sama má segja um stuðningsmenn beggja liða. KR heiðraði 5. fl. kvenna í hálfleik þar sem stelpurnar unnu TM mótið í Vestmannaeyjum. „Við vorum hvorki slakir né góðir“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var nokkuð sáttur með liðið eftir 2-2 jafntefli gegn KR á Meistaravöllum. „Takk fyrir að minna mig á það. Þetta var mjög gott stig og mér fannst við vera betri aðilinn í þessum leik. Þeir fengu tvö ókeypis mörk að mínu viti. Það var ótrúlega gott hjá okkur að koma til baka og halda þeim í skefjum,“ sagði Rúnar Páll aðspurður hvort hann væri ánægður með fyrsta stig Fylkis á útivelli á tímabilinu. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörk KR með skalla og Rúnar var ekki sáttur með varnarleik liðsins í þeim mörkum. „Fyrsta markið fannst mér frekar lélegt. Við vorum með tvo stóra hafsenta inn í teignum sem áttu að taka boltann en gerðu það ekki. Við höfum rætt þetta margoft en samt fáum við á okkur svona mörk. Seinna markið var 40 metra sending inn á markteig og annað hvort á markmaðurinn að taka þetta eða varnarmaðurinn. Þetta var allt of auðvelt og þeir fengu ekki mörg færi en samt skoruðu þeir tvö mörk.“ Eftir að Fylkir jafnaði 2-2 hótaði KR þriðja markinu og Rúnar var ánægður með að hans menn hafi ekki fengið á sig þriðja markið. „Við vorum á erfiðum útivelli og við höfum oft farið að pressa þegar við lendum undir og fengið á okkur mörk en við biðum og vorum rólegir. Sem mér fannst allt í lagi og við vorum hvorki slakir né góðir.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti