Færeysku og grænlensku bætt við Google Translate Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 14:09 Stefnt er á að bjóða upp á sjálfvirkar þýðingar á og af þúsund mest töluðu málum heims. Getty/Jakub Porzycki Bráðum verður hægt að nota þýðingarvél Google til að þýða á og úr málum nágrannaþjóða okkar. Færeysku og grænlensku verður bætt við þýðingarvélina á næstunni ásamt 108 öðrum málum um allan heim, allt frá fámennum málsvæðum eins og Færeyjum og til fjölmennari mála eins og kantónsku. Uppfærslan er sú stærsta í sögu þessarar mest notuðu þýðingarvélar heims en íslensku var bætt við vélina árið 2009. Henni hefur þó farið mikið fram frá því herrans ári eins og sjá má á frétt Vísis um uppfærsluna. „Internet risastór Google tilkynnt mánudagur það var að bæta við níu fleiri tungumálum til Google Translate, sjálfvirk þýðing program," var það sem þýðingarvélin spýtti út þegar hún var beðin um að þýða fyrstu setningu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku en í dag yrði textinn talsvert skiljanlegri. Þessi stærsta uppfærsla í sögu þýðingarvélar Google var möguleg þökk sé gervigreindar. PaLM 2-mállíkanið gerði Google þetta kleift. Uppfærslan kemur einnig líka til með að styðja við mál í útrýmingarhættu sem annars er takmarkað aðgengi að upplýsingum um. Meðal mála sem bætt verður við þýðingarvélina eru manska, keltneskt mál sem var vakið upp frá dauðu á þessari öld og er nú töluð af nokkrum þúsundum manna á eyjunni Mön í Írlandshafi. Í fréttatilkynningu frá Google kemur fram að við gerð uppfærslunnar hafi verið lögð áhersla á að nota gögn frá algengustu mállýskum hvers máls fyrir sig til að hámarka notagildi. Google Gervigreind Grænland Færeyjar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Uppfærslan er sú stærsta í sögu þessarar mest notuðu þýðingarvélar heims en íslensku var bætt við vélina árið 2009. Henni hefur þó farið mikið fram frá því herrans ári eins og sjá má á frétt Vísis um uppfærsluna. „Internet risastór Google tilkynnt mánudagur það var að bæta við níu fleiri tungumálum til Google Translate, sjálfvirk þýðing program," var það sem þýðingarvélin spýtti út þegar hún var beðin um að þýða fyrstu setningu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku en í dag yrði textinn talsvert skiljanlegri. Þessi stærsta uppfærsla í sögu þýðingarvélar Google var möguleg þökk sé gervigreindar. PaLM 2-mállíkanið gerði Google þetta kleift. Uppfærslan kemur einnig líka til með að styðja við mál í útrýmingarhættu sem annars er takmarkað aðgengi að upplýsingum um. Meðal mála sem bætt verður við þýðingarvélina eru manska, keltneskt mál sem var vakið upp frá dauðu á þessari öld og er nú töluð af nokkrum þúsundum manna á eyjunni Mön í Írlandshafi. Í fréttatilkynningu frá Google kemur fram að við gerð uppfærslunnar hafi verið lögð áhersla á að nota gögn frá algengustu mállýskum hvers máls fyrir sig til að hámarka notagildi.
Google Gervigreind Grænland Færeyjar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira